Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Side 5

Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Side 5
„Vor ære og vor makt“ Laugardaginn 17. maí verða leikn- ir kaflar úr leikriti norska skáldsins Nordahls Grieg: „Vor ære og vor makt“. Leikstjóri verður Lárus Páls- son. Nordahl Grieg er þekktastur allra yngri skálda Norðmanna og sá rit- höfundur þeirra, sem mestur styrr hefur staðið um. Þetta leikrit hans, sem nú verður kynnt ísl. útvarpshlustendum, fjallar um efni, sem gæti verið tekið úr þjóð- lífi okkar fslendinga eins og nú standa sakir. Það er um líf sjómanns- ins á stríðstímum og stríðsgróða- mennina. Leikrit þetta hefur verið sýnt á Þjóðleikhúsinu í Osló og Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og vakið mikla athygli. Nordahl Grieg er maður á bezta skeiði, tæplega fertugur, fæddur 1902. Hann hvarf frá háskólanámi og gerðist farmaður og sigldi víða um heim. Fyrsta bók hans kom út 1922, kvæði, sem hann nefndi: „Runt Kap det gode Haab“. 1924 gaf hann út skáldsöguna: „Skibet gaar videre“, sem gerði hann þekktan um öll Norð- urlönd. Síðan hefur hann getið sér mestan orðstí fyrir leikrit sín. Nordahl Grieg. Þekktust þeirra, auk þess leikrits, sem áður hefur vei'ið nefnt, eru leik- ritin: „En ungs mans Kjærlighed" og „Nederlaget“, sem leikið var á Konungl. leikhúsinu í Kaupmanna- höfn fyrir nokkrum árum. Lék Lár- us Pálsson þar eitt aðalhlutverkið. Nordahl Grieg barðist með norska hernum í Narvik gegn innrásarhern- um þýzka. Hann komst undan til Englands og dvelur nú í Lundúnum. Hann hefur nýlega gefið út ljóðabók, sem hann nefnir: „Det frie Norge“. Þau ljóð eru ort út frá hjarta norsku þjóðarinnar og Nordahl Grieg yrkir einna bezt ljóð allra Norðmanna. S. H. M. Rafgeymavinnustofa vor í Lækjargötu 10 B annast hleðslu og viðgerðír « á viðtækjarafgeymum. VIÐT ÆKJAVERZLUN RÍKISINS ÚTVARPS f ÍÐINDI 429

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.