Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Blaðsíða 10
Virðingarleysi. þvi miður vcrðum við að tilkynna að eftirfarandi breytingar liafa verið gerðar á dagskránum: Samkvæmt drögunum, sem við birtum í síðasta hofti, átti Árni Óla blaðamaður að flytja erindi miðv.d. 14. maí, um ísl. ævintýramann á Græn- landi. í stað þess kemur' erindi Helga Hjörvar um ættarnöfn (sjá dagskrá). Á síðustu stundu, þegar blaðið er fullsett, er okkur tilkynnt, að ekki vcrði af flutn- ingi á köflum úr „Vor ære og vor makt". í dagskrá, sem birt var í 27. hefti Útv.t., átti kvöld Skógræktarfélagsins að vera 30. apríl, en nú er það fyrírvaralaust, og án þess að minnst sé á það einu orði í útvarpinu, flutt á föstudagskvöldið 2. maí, og útvarpssagan og erindi, sem átti að vera það kvöld, flutt yfir á 30. apríl. Með þessu er útvarpshlustendum úti á landi sýnt óforsvaranlegt virðingarleysi. þetta má ekki koma fyrir oftar. Um gagnrýni. Ríkisútvarpið íslenzka hefur nú starfað í rúm 10 ár. Á þessu tímabili hefur stofn- unin vaxið jafnt og þétt, fært út kvíarnar, aukið og endurbætt starfsemi sína, og sýnt það í orði og verki, að útvarpið á ekki einungis tilverurétt, heldur er það einhver nytsamasta stofnun, sem þjóðin hefur eignazt til þessa. Margt hefur þó á móti blásið þéssi fyrstu tíu ár. Forystu- mönnum útvarpsins hefur veri'o fundið eitt og annað til foráttu, pólitískur styr og dægurþras staðið stundum um stofn- unina, gagnrýni, oft hörð og óvægin, steðjað að, fjárhagur tíðum verið þröngur. Árabil þetta hefur því á margan hátt verið reynsluskóli fyrir forystu og aðal- starfsmcnn útvarpsins. Gagnrýni er réttmæt og nauðsynleg á öllum sviðum. En það verður að gera þá kröfu, að hún sé heiðarleg og á rökum reist. I allri heiðarlcgri gagnrýni eru tvö eða fleiri sjónarmið dregin fram, og því aðeins er mark takandi á aðfinnslum, að jafriframt sé viðurkcnnt það, sem vel er gert,r ]>ví miður liefur marga íslenzka gagn- rýnendur brostið manndóm til þess að lciða þessi tvö sjónarmið í ljós. Ég skal til dæmis nefna bókmenntagagnrýnina. Menn hafa oft verið svo ákafir að lofa eitt en lasta annað, að þcir hinir sömu hafa fyrirgért réttinum að kallazt skyn- bærir menn á það, sem þeir ræða um eða rita. Guðm. Friðjónsson gat þess einhverju sinni í í'itgerð, hvei'su ójöfn væri aðstaða ritdómarans annarsvegar og rithöfundar- ins hinsvegar. Ritliöfundurinn vinnur að bók sinni mánuðum og jafnvel árum saman, en dómarinn tekur bókina í kvöld, les hana fram á nótt og skrifar um hana ritdóm á morgun. Dómurinn getur haft örlagarík áhrif fyrir höfundinn, en rit- dómarinn er ábyrgðarlaus alla jafna. Svo er þessu varið um alla gagnrýni; hún er örlagaríkust fyrir þann, er fyrir henni verður, — en ætti, ef rétt er stefnt, að vera ahrifarík fyrir báða aðila. Gagnrýnin á útvarpið hefur oft verið á rökum reist, og útvarpsstarfsemin hifur smám saman breyzt og teknar hafa vertð ti] greina bendingar, sem komið hafa fram í gagnrýninni. Hinu ber ekki að neita, að oft eru órökstuddir dómar 1 veðnir upp í augnabliks óánægju. Fer venjulega svo, að raddir þeirra óánægðu og sífrunarsömu eru háværari en hinna, sem taka því með þökkum, sem gott er, en láta annað sigla sinn sjó út í gleymsk- unnar haf. Mér þykir einsætt', að mestur hluti gagnrýninnar á útvarpið stafi af ahuga fyrir útvarpsstarfscminni i heild, og sé viðurkcnning a því, að þarha sé um merkilega stofnun að ræða. Enda er það svo. Og þrátt fyrír allt finnst fólki, að einn heimamaðurinn sé ekki viðstaddur, 434 UTVARPSTIÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.