Útvarpstíðindi - 26.05.1941, Side 7

Útvarpstíðindi - 26.05.1941, Side 7
Sjómannadagurinn verður 8. júni. Sjómannastéttin íslenzka hefur tvö síð- astliðin úr helgað sér einn dag á' árinu og gert að hátíðisdegi sínum. Hafa þá verið haldnir útifundir og sjómenn geng- ið skrúðgöngu um bæinn undir fánum og með söng og hljóðfæraslætti. Einnig hafa þeir efnt til róðra- og sundkeppni og á margvísle'gan hátt sett svip sinn á bæinn. Að þessu sinni verða hátíðahöldin nokkuð með öðrum hætti, vegna styrjald- arástandsins, en þó hafa forgöngumenn sjómannadagsins von um, að þeir geti efnt til útifundar á íþróttavellinum og samsætis í Oddfellowhöllinni. Á forsíðu blaðsins birtum vér mynd frá fyrsta sjómannadeginum, 1939, frá úti- fundi við Leifsstyttuna: Minnst látinna sjómanna. Henry Hálfdánarson, loftskeytamaður, er einn af ötulustu forvígismönnum sjó- mannadagsins. Orðsending Sumarútgáfa Útvarpstíðinda hófst með síðasta liefti. Útgefendum er það gleðiefni, að þessari stækkun blaðsins hefur verið tekið sérlega vel; þannig fengum við t. d. með síðasta austanpósti bréf úr þremur byggðarlögum með áskriftum nýrra kaup- enda. Svipuð bréf höfum við fengið hvað- anæfa af landinu, svo að um 100 nýir kaupendur hafa bætzt við, síðan breyting- in var gerð. Menn hafa einnig boðizt til að gerast útsölumenn. — Við erum mjög þakklátir fyrir þennan stuðning, því að kaupenda aukning og skilvisi er aðal trygging fyrir því, að blaðið geti haldið í hoi'finu. Við höfum ráðist í þessa stækk- un á þeim timum, sem mörg blöð og rit ýmist hœkka verð sitt eða draga saman seglin, og sum hvorttveggja. Og ef svo heldur áfram, sem nú er byrjað, í sam- starfi við útsölumenn og kaupendur, er- um við vongóðir um liið bezta í framtíð- inni. — Nú hefur verið lokið við að endurprenta þau eintök af Útvarpstíðindum, sem upp- seld voru, og fást nú allir árgangarnir samstæðir, en þó aðeins nokkur eintök, því einhversstaðar varð að hætta endur- prentuninni. það hafa verið endurprentuð 5 hefti, og sá kostnaður verður auðvitað að leggjast á gömlu árgangana. Ve(rð þeirra höfum við því orðið að ákveða sem hér segir: I. árg. 7.50 kr., II. árg. 7.50, en III. árg fá nýir áskrifendur fyrir 5.00 kr. 4. hefti I. árg. og 11. og 12. hefti II. árg. kaupum við háu verði. Ef eitthvað kynni að liggja hjá útsölumönnum, af þessum heftum, biðjum við þá að senda okkur þau. Takmark okJcar er: 1000 nýir Jcaupendur blaðsins á þessu ári. ÚTVARPSTÍÐINDI 443

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.