Útvarpstíðindi - 09.06.1941, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 09.06.1941, Blaðsíða 2
I ORÐA^í^a^. íslenzkugagnrýni. Fyrir nokkru birtist í einu dagblaðinu hér ritgerð eftir X nokkurn, og var það afarharður áfellisdómur um málfar eins af rithöfundum vorum, likastur því, að hann væri skrifaður af þeim, sem valdið hefði. Glöggur maður, sem dóminn las, komst að þeirri niðurstöðu, að gagnrýnin vœri að tveim þriðju hlutum algerlega röng, en ýmislegt af hinu orkaði tvímælis. Svipuð er útkoman hjá Ólafi við Faxa- fen í vandlætingarpistli um íslenzkuna og útvarpið, sem birtist nýlega í orðabelg Útvarpstíðinda, því að þar eru einnig lið- lega tveir þriðju hlutar alveg út ' bláinn, en hógværðin þó engu meiri en hja áður- nefndum X. Einkum lætur Ólafur við Faxafen gremju sína bitna a blekfiskin- um, af einhverjum undarlegum ástæðum, svo að hann verður beinlínis ókurteis í orðbragði. Virðist hann halda, að þetta sé nýyrði, ef ekki dönskusletta (sbr. Blæk- sprutte), og er það furða um jafn-nattúru- fróðan mann, ef hann hefur hvergi rekizt á þetta orð í íslenzkum ritum. En orðið hefur verið til í malinu áratugum saman og þótt fara sæmilega. því til sönnunar nægir að benda á, að orðið kemur íyrir í dansk-íslenzkri orðabók eftir Jónas Jóhasson, útgefinni árið 1896, en sú orða- bók er mjög vönduð að þýðingum orða, að þær séu a hreinni íslenzku. þá er það ekki annað en hótfyndni, að ekki megi segja, að flugmaður sleppi sprengjum sínum úr flugvél sinni, því að Það er einmitt þetta, sem hann gerir. En snúa má út úr öllu, og má t. d. fullyrða, að enginn flugmaður taki 2000 punda sprengju í fang sér og „varpi" henni yfir óvinina. Annars er ekkert a móti því að nota þessi tvö orð a víxl í staglsömum stríðsfréttum. ÚTVARPSTlÐINDI koma út vikulega aC vetrinum, 28 tölubl. 16 blaSsttSur hvert, oe hálfsmánaCarleg'a atS sumrinu, 8 sttSur I senn. Árgangurmn kostar kr. 7,50 til áskrifenda og greitSist fyrlrfram. í lausasölu kostar heftiö 35 a. Ritstjórar og ábyrgtiarmenn: GUNNAR M. MAGNÚSS, Vegamötum, Seltjarnarnesi JÓN ÚR VÖR, Ásvallag. 5. AfgreiSsla á Laugavegi 18. — Stmi 5046. tjtirefnndli Il/t. Hlustandlnn. ísafoldarprentsmitSja h/f. Um þziðja atriðið mun Ólafur við Faxa- fen hafa rétt fyrir sér, ef sá, er samdi hlutaðeigandi frétt, hefur átt við það, að nemendurnir hafi fengið muni í viður- kenningarskyni fyrir góða frammistöðu, .en rangt er þó það hjá honum, að viður- kenning geti ekki þýtt annað en kvittun. Ekki væri ástæða til að gera þetta að umtalsefni, ef ejgi væri nokkur hætta samfara því, að hinir og aðrir sérvitr- ingar séu að gagnrýna málfar manna af takmakaðri þekkingu og lítilli góðvild stundum, með því að þetta getur orðið til þess, að almenningur hætti alveg að taka mark á hvers konar gagnrýni um málfar, einnig þeirri, sem er í raun og veru jákvæð, og væri það illa farið. Vissulega er af nógu að taka fyrir þá, sem færir eru um að gagnrýna málfar útvarps, blaða og bóka hér á landi, og œtti enginn að taka slíkri gagnrýni illa, ef hún er rökstudd og borin fram af sann- girni og kurteisi. En hitt er engin dyggð, að þegja við illkvittnilegri hótfyndni, sem hefur ekki við nein rök að styðjast. ________________________________BF ÚTSÖLUMENN, sem ekki hafa þegar sent skilagrein fyrir þennan árgang, munið að gera það við fyrsta tækifæri. Séu í fór- um ykkar 5. hefti I. árg. og 11. og 12. hefti 2. árg., þa gjörið svo vel og (endursendið þau til afgreiðsl- unnar. ia ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.