Útvarpstíðindi - 11.08.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 11.08.1941, Blaðsíða 7
sýslu. — Vœri vel þegið að ia meira af orða skýringum. Kaupendaauking Útvarpstíðinda hefur okkur borist með seinustu póstum frá Akureyri og Eyjafirði, Norðfirði og úr Snæfellsnessýslu. Raddir frá hlustendum eru alltaf kœr- komnar. pví miður er rúmið svo lítið í blaðinu í sumar, að fœrra kemst að en við vildum. Hlustandi í Dalasýslu! Okkur væri þökk a pistlum frá yður í vetur um efni, sem þér skrifuðuð síðast, en þér, og allir aðrir, sem ekki vilja láta nafns getið opiriberléga, þurfið að senda okkur nafn yðar. Ritstj. Útvarp kvöldsöngsins frá Kaþólsku kirkjunni var bið ágnHasta og eitt það bezta, sem komið hefur í útvarpinu af kórverkum. p&ö var og mátulega langt til flutnings. Hátíðlegt og óvenjulega fag- urt. Hljómsveit og kór naut sín yel. Ein- söngvararnir voru og mjög prýðilegir. Sopranrödd Divina Sigurðssori er blœfög- ur og veigamikil. Guðrún Sveinsdóttir hefui- ágætlega skólaða rödd, en ekki mikla. En mesta athygli vakti söngur Bjargar Guðnadóttui', rödd, meðfcrð og túlkun var með ágætum og mjög eftir- minnilegur. Hefur vart fullkomnari alt- rödd beyrst" í utvarpinu. Doktor Urbant- schitsch á miklar þakkir skilið fyrir kvökisöng þonna, og væri æskilegl að útvarpið hagnýtti sér enn meir krafta þessa 'snjalla tónlistarmanns. þökk fyrir kvöldið. P. Um fréttir. Hvað er það sem rœður mati frétta- stofu eða fréttastjóra útvarpsins á efni tímarita og blaða, sem getið er um í fréttum? Fréttastofan virðist af nokkru handahófi geta um höfunda og gengur á snið við suma. pessu til stuðnings mætti nefna ótal dœmi úr fréttaflutningi út- varpsins um þessi efni, en nefnt skal eitt dœmi, sem sýnir hversu höndunum er kastað til þessa verks. þegar „Barna- dagurinn", blað „Sumargjafar", kom út fyrir sumardaginn fyrsta í vör, var gctið um liöfunda einstakra greina, þó ekki alla. Eitt kvœði var í heftinu. En það var hvorki getið um kvæðið né höfund þess; var kvœðið þó á fremstu lesmáls- síðu og ort í tilefni barnahátíðarinnar. Hvað veldur? Hefur höfundur kvœðisins verið dæmdur af fréttamanni og léttvœg- ur fundinn? Er það hlutverk fréttastof- unnar að skýi'u frá mönnum og málefn- um eða drcma? Eftir framangreindu og mörgu af svipuðu tagi virðist. dómgirnin skipa þarna háan sess. Sig. Helgason. Takið undirl Hinn vinsœli þáttur Páls ísólfssonar og þjóðkórsins verður næst þ. 24. ágúst. Mi zps- auglýsingar og tilkynningar JHk. Afgreiddar frá kl. 9 til 11,30 og 15,30 til 18,30 alla virka daga. Sunnudaga kl. 16,00 til 18,30, og eigi á öðnim tímum. Síml 1095. ÚTVARPSTÍBINDI «3

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.