Útvarpstíðindi - 29.09.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 29.09.1941, Blaðsíða 7
SNORRI STURLUSON OG REYK- HOLT. Prófessor Sigurður Nordal flytur erindi um þetta efni sunnudaginn 5. okt. Því miður hafa líklega of fáir hlustað á hið snjalla erindi Sigurðar um Snorra, sem hann flutti á minningarhátíð háskólans, sem útvarpað var um miðjan dag. Eigin- lega væri freistandi að skora á Sigurð, að flytja erindaflokk í vetur um Snorra og rit hans og rannsóknir sínar, en eins og al- kunnugt er mun Nordal hafa meira hugsað um Snorra en nokkur annar fræðimaður og m. a. skrifað um hann bók fyrir um 20 árum. Um vinsældir hans sem alþýðlegs fyrirlesara þarf ekki að ræða. JÓN ÚR VÖR les upp úr æviminningum frænda síns í Ameríku 6. okt. STEFÁN HARALDSSON er sonur Har- aldar Björnssonar leikara. Hann les þrjú kvæði 9. okt. KNÚTUR ARNGRÍMSSON kennari les 12. okt. upp sögu eftir Walter Görlitz. BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON leik- ari les upp eitthvað skemmtilegt laugardag- inn 18. okt. Það leiðist engum undir lestri eða leik hjá Brynjólfi. Happdrætti Háskóla íslands í 8. flokki eru 552 vinningar Samtals 117 300 krónur Dregið verður 10. oMóber. Yr A R sem ég hef nú aflað mér að- stöðu til verslunarreksturs hér í Banda- ríkjunum og Canada, leyfi ég mér að bjóða aðstoð mína við kaup á vörum í stærri stil og sölu íslenskra afurða með hagkvæmum kjörum, Skrifstofa mín í Reykjavík veitir einnig pöntunum móttöku og gefur upplýsingar Gaiðar Gíslason 52 Wall Street New York N.Y. Símnefni: „Gíslason“ New York. ÚTVARPSTÍÐINDI 507

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.