Útvarpstíðindi - 13.10.1941, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 13.10.1941, Blaðsíða 3
lega atburði, — og eiirs vegna hins, að kvæðin voru með óvenjulegum snilldar- brag, málfar þeirra fágað, orðbragðið lmittið og þrungið skáldlegri andagift og ádeilan hvorki klippt né skorin. Uppistaða nokkurra kvæðanna var einungis meinlegt skop, ívafið fyndni og glens, en undirrót þeirra velflestra er þó sárbitur gremja og fyrirlitning þess manns, sem kappkostar í hvívetna að verða landi sínu og þjóð til sóma, þegar hann sér angurgapa og lodd- ara gera hið gagnstæða — eða þegar hon- um finnst þjóð sín hafa helzt til litla sóma- tilfinningu. En það var ekki fyrr en haustið 1939, að Jón Helgason sprengdi loks af sér þagnar- hýðið og sendi frá sér ljóðabókina ,,Úr Iandsuðri“, en lét þess jafnframt getið í eftirmála, að hann hefði aldrei dreymt um skáldnafn — og- ekki ort með það fyrir augum, ^ið láta á prent. Hann skiptir bókinni í tvo hluta. Fyrri- hlutinn inniþeldur sum þeirra kýmni- og ádeilukvæða, sem landfleyg voru orðin, á- samt nokkrum áður óþekktum kvæðum með svipuðu sniði. — En síðari hluti bókarinn- ar vakti jafnvel undrun þeirra, sem nánust kynni höfðu af Jóni Helgasyni, því að þar birtist hann sem fullþroskað góðskáld, án þess að bregða yfir sig kufli hæðninnar eða íklæðst brynstakki umvöndunar og ádeilu. Þar yrkir hann um þau efni, sem næst liggja hjartanu, um blómvini fósturjarðar- innar um heimþrána, (tlrýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr), um brigðulleik lífsins, um ást- ina og dauðann. Þar kemur honum að full- um notum hin yfirgripsmikla og djúptæka þeklcing' hans á íslenzkri tungu, svo að hann bregður fyrir sig móli liðinna alda, þegar honum finnst, að tjáningin yrði kannski um of blandin tilfinningasemi á máli nútímans. I síðari hluta bókarinnai- skipar hann sér á. bekk með þeim harpljóðasmiðum, sem við Islendingar höfum átt slyngasta, og það orkar tvímælis, hvort nokkurt núlif- andi ljóðskáld kemst í samjöfnuð við hann um meitlað, markvisst og glæsilegt nlálfar. Sum beztu kvæði bókarinnar, eins og t. d. Elli, I vorþeynum, A Rauðsgili, í Árna- Damask Rose. e) imige Ardito: II Baeio. 21,35 Hljómplötur: Valsár. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Þriðjudagur 21. október. 12,00—13,00 Hádegisútvarp. 15.30— 10,00 MiÖdegisútvarp. 18,00 Dönskukennsla 2. fl. 19,00 Enskukeimsla 1. fl. 19.25 Hljómplötur: T.ög úr óperettum og tónmyndum. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. ' 20.30 Erindi: Indland og lndverjar, III (Sigfús Hnlldórs frá Höfnum). 21,00 Einleikur á píanó (Rögnvaldur Sig- urjónjssön) : Sónata í h-moll eftir Chopin. 21.25 Hljómplötur: Symfónía nr. 1 eftir Beethoven. 21.50 -Fréttir. — Dagskrárlok. Miðvikudagur 22. október. 12,00 Hádegisiitvarp. 13,00 Þýzkukennsla, 3. fl. 15.30— 16,00 Miðdegisútvarp. 18.30 -íslenzkukennsla, 1. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Spönsk þjóðlög. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: ,,Veðrið og við“ (frú Ther- esia Guðmundsson). 20,45 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson) : Romanee éftir Beethoven. 21.00 Auglýst síðar. 21,20 Hljómplötur: a) Tónverk fyrir strengjahljóðfæri eftir Bliss. b) And- leg tónlist. 21.50 -Fréttir. — Dagskrárlok. Fimmudagur 23. október. J 2,00'—13,00 H ádegisút varp. 15.30— 16,00 iliðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19,00 Enskukennsla, 1. fl. 19,25 Hljóiuplötur: Friedmenn leikur á. píanó. 19,40 Lesin dagskrá næstu \iku. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Minuisverð tíðindi (Thoi-olf Smith). ÚTVARPSTÍÐINDI 511

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.