Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 2
Ný bók eftir Þóri Bergsson: VEGIR O G VEGLEYSUR Þetta er fyrsta stóra skáldsagan eftir þenna vinsæla höfund. Arið 1939 kom út eftir hann safn af smásögum, sem vöktu mjög mikla eftir- tekt, og fengu einróma dóma gagnrýnenda. Hér er sýnishorn af um- mælum um bókina: Kristmann Guðmundsson, sl^áld, Vikan 21./9. 1939: . . . ,,Ég held, að það sé óhætt að segja, að svona gott smásagnasafn komi hreint ekki ót, nema einu sinni á aldarfjórðungi á Norðurlöndum“ . . . Guðmundur G. Hagalín, stiáld, Skutull 12./2. 1940: . . . ,,Stíll Þóris Bergssonar er mjög fágaður og við hann eitthvað seiðandi eins og efni sagnanna og sjónarmiðin, sem þar er brugðið upp fyrir oss“ . . . Guðmundur Friðjónsson, skáld, Morgunblaðið 14./9. 1939: . . . ,,Þórir Bergsson gengur upp á sinn sjónarhól, í líkinganna landi, og hefur ávallt frá því að segja, sem er athyglis- vert. Og hann segir vel frá ætíð og stundum ágætlega*4 . . . Guðbrandur Jónsson, prófessor, Vísir 20./9. 1939: .Þórir Bergsson er ósvikinn listamaður, algerlega sjálfstæður í tiltektum, hárviss í tækni, næmur í kennd og fullur skilnings í huga . . . Þegar maður leggur frá sér þessa bók, gleðst maður yfir því loks að hafa getað lesið íálenzkt listaverk, fínriðið víravirki stíls og hugsana . . .“ Karl ísfeld. blaðamaður. Alþýðublaðið 18./9. 1939:.Þcrir Bergsson virðist skrifa af innri þörf, hann virðist eiga í ríkum mæli þann lífstrega, sem öll sönn list er sprottin af“ . . . Arni Sigurðsson, prestur, Morgunblaðið, sept. 1939: . . . ,,Um stíl og listform höf. vil ég sem leikmaður segja það, að ef listatökin eru í því fólgin, að halda athygli lesandans fastri við efnið unz sögunni er lokið og vekja samúð hans með persónum sögunnar, þá er Þórir Bergsson eflaust einn af vorum fáu listamönnum í smásagna gerð“ . . . Sveinn Sigurðsson, ritstjóri, Eimreiðin 1939, bls. 352: . . . ,,Einkenni á smásögum Þóris Bergssonar er hin íhugula, einstöku sinnum glettnislega, en þó miklu oftar þunglyndislega rýni hans í huga og hjörtu fólksins, sem hann er að sýna okkur í sögum sínum. Fyrir þessa rýni verða sögur hans að jafnaði meir en stundargaman. Þær sýna okkur sumar inn í völundarhús mannssálarinnar og opinbera áður leynda hluti. 1 því er, meðal annarsj falið bókmenntalegt gildi þess, sem eftír Þóri Bergsson liggur’* . . . Dr. Guðm. Finnbogason. Skírnir 1940: ... ,,1 þeim 22 sögum, sem hér birtast, er slegið á marga strengi, en hvort sem atvikin eru kýmileg, grátbrosleg, ömurleg, ægileg, viðkvæm eða tregasár, þá fipast höfundinum aldrei tökin. Yfir allri meðferð hans er hinn tigni bjarmi sannrar listar og það er engin hætta á því, að Þórir Bergsson fái ekki öruggan sess í íslenzkum bókmenntum’*. Bókin kostar í skinnb. kr. 15.00, í skinnlíki kr. 12.00 og heft kr. 9.00. JÓLAPÓSTARNIR eru að fara út um landið. Munið eftir vinum yðar utan Reykja- víkur. Góð bók verður notadrýgsta jólagjöfin. Kína, eftir frú Oddnýju Sen. — Vegir og vegleysur, eftir Þóri Bergsson. *— Maria Stuart. — Þeir sem settu svip á bœinn. eftir Jón Helgason biskup. — Frá San Michele til Parísar, eftir A. Munthe. — Björn á Rcyðarfelli, Ijóðabálkur eftir Jón Magnússon skáld. — Saga Eldeyjar-Hjalta, eftir Hagalín. — Saga Eiríl^s Magnússonar, eftir dr. Stefán Einars- son. — Virkir dagar, eftir Hagalín. — Saga Skagstrcndinga og Sk.agamanna, eftir Gísla Konráðsson. — Ljóðin hennar Guðfinnu frá Hömrum. — Tómas Sœmundsson, œvisaga, eftir Jón Helgason biskup. Trúarlíf síra Jóns Magnússonar. eftir próf. Sig. Nordal. — Þjóðsagnir, eftir Odd á Eyrarbakka, Guðna Jónsson magister, Theódór Arnbjarnarson og svo Rauðskinna. -- Bækurnar fást hjá öílum bóksölum. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.