Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 12
KIMMTUDAGUR I. JANÚAR 1942. (Njjársdagur). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Ávarp. • 15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plötur) : Ýms tónverk. 19.25 Nýárskveðjur. Létt lög (af hljómplötum). 20.00 Fréttir. 20.30 Níunda symfónían eftir Beethoven (plöt- ur. — Lundúna-symfóníhljómsveitin leik- ur. Lundúna-philharmonie kórinn syng- ur). 21.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR. 19.25 Hljómplötur: Valsar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.). 20.50 Strokkvartett útvarpsins: Lítið næturljóð eftir Mozart. 21.05 Þættir úr Heimskringlu, X (H. Hjv.). 21.35 Hljómplötur: Norskir kórar. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.20 Leikrit: ..Dansinn í Hruna“, eftir Indriða Einarsson. (Leikendur: Guðrún Indriða- dóttir, Soffía Guðlaugsdóttir, Gestur Páls- son, Edda Kvaran, Tómas Hallgrímsson, Ævar R. Kvaran, Friðfinnur Guðjónsson, Haraldur Björnsson, Valdimar Helgason, Guðlaugur Guðmundsson, Arnór Halldórs- son o. fl. — Leikstjóri: Soffía Guðlaugs- dóttir). 22.00 Fréttir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. eiga allir að nota daglega Dr. Helgi Péturss les upp úr Framnýal Útvarpstíðindi flytja að þessu sinni forsíðumynd af dr. Helga Péturss í til- efni af útkomu Framnýals og upplest- urs hans úr bókinni. Dr. Helgi Péturss er víðkunnur gáfumaður og vísinda- maður. Rannsóknir hans á jarðsögu ís- lands hafa borið nafn hans út um lönd, en þó mun mega fullyrða, að hans eig- in þjóð þekkir hann mest og bezt fyrir hinar snjöllu heimspekikenningar, sem hann hefur sett fram í þremur bókum, Nýal, Ennnýal og Framnýal. Þegar Nýall kom út fyrir nál. tveim- ur áratugum, eignaðist dr. Helgi fjölda aðdáenda. Yfir bókinni var tiginn svip- ur víðsýnis og stórhuga anda. Hann fór ekki troðnar götur. Hann boðaði trú sína á forystu norræns anda í velferð- armálum mannkynsins. Hann trúði á þjóð sína og glæsilega framtíð þjóð- anna, ef rétt væri stefnt, en þar sem tvær stefnur berðust um völdin, hel- stefnan og lífstefnan, væri heill allra þjóða um langan aldur undir því kom- in, að velja lífstefnuna. Hann hefur rannsakað eðli drauma og fært líkur fyrir lífi á öðrum stjörnum. Og allar kenningar sínar flutti dr. Helgi í svo snjöllu, fögru og ljóðrænu máli, að bókhneigðir menn marglásu sumar ritgerðirnar. Veit ég þess dæmi, að ungt fólk lærði kafla úr Nýal utan- bókar, eins og ljóð, sökum hins heill- andi stíls. Þessi nýja bók dr. Helga Péturss er safn af ritgerðum frá síðasta áratug og fjallar um svipuð efni og fyrri bækur höfundar. G. M. M. 124 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.