Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 23

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 23
SAGA FRÁ KÍNA Eftir Pearl S. Buck_. Bóndinn Leu sat í dyrum húss síns. Lað var góðviðriskvöld síðla í febrúar- mánuði. Holdgrannur líkami hans skynjaði komu vorsins. Sjálfum myndi honum hafa reynzt ókleift að gera grein fyrir því, hvernig honum væri unnt að skynja, að gróðurtíminn nálgaðist. En á umliðnum árum hefði það verið hon- um auðvelt. Þá hefði hann getað bent á víðitrén, er uxu umhverfis húsið, og sýnt brumknappana, er óðum sprungu út. En nú voru öll trén á braut. Hann hafði höggvið þau öll um veturinn, þeg- ar búið var bjargarlaust, og selt þau. Hann hefði líka getað bent á brum- knappa ferskjutrjánna, sem faðir hans hafði gróðursett á sínum tíma og ár- lega báru margfaldan ávöxt. Þau voru einnig á braut. En fyrst og fremst hefði hann þó getað bent á hveitiakra sína. Það var venja hans, að sá hveiti á vetrum, þegar hrísgrjónin urðu ekki ræktuð. En þegar langt var liðið á vor- Kom þar Hjörvar hinn peni og prúði hœ, faddirí, etc. á kvennafari með Konungsbrúði hæ, faddirí, etc. Amors listir lærði sá Lavransdóttur og Undset hjá, hæ, faddirí, etc. í útvarpið gekk Árni í Múla hæ, faddirí, etc. Skrambi hefur hann skæðan túla, hæ, faddirí, etc. 1 pólitík er prýði sönn að ,.personality number one“, hæ. faddirí, etc. rjólx. ið og sumra tók, gróðursetti hann hin ágætu hrísgrjón sín, er veittu honum ríkulega uppskeru. En í ár voru akrar hans ósáðir. Flóðið mikla hafði valdið því, að nú voru þar engin hveitifræ. Jarðvegurinn var sem í sárum og minnti helzt á gljúpan, rakan leir. Ef allt hefði farið að venjulegum hætti og uxi og plógur verið fyrir hendi, hefði hann plægt akur sinn í dag. Slík hafði verið venja hans á liðnum árum. Hann þráði innilega, að plægja jarð- veginn og breyta honum í akur að nýju, enda þótt hann skorti frækorn til þess að sá. En hann átti engan uxa. — Ef hohum hefði verið tjáð, að hann myndi leggja sér til munns uxann, sem hafði dregið plóginn og þreskilinn árum sam- an, hefði hann álitið slíkan boðskap heimskulega fjarstæðu. Þó var það ein- mitt þetta, sem han hafði gert. Hann hafði etið uxann sinn. Hann og kona hans, foreldrar hans og börn höfðu öll neytt uxans í sameiningu. En vissulega hafði ekki verið um aðrar leiðir að ræða á hinum myrka vetrardegi. Allar birgðir höfðu verið þrotnar. Hann hafði höggvið trén og selt þau, þegar neyðin herjaði heimilið. Það eina, sem þau áttu, var þakið yfir höfuðið og fötin, sem þau klæddust í. Sízt gat það talizt skynsamlegt, að selja fötin, til þess að afla sér matar. Auk þessa svalt uxinn einnig. Allt haglendi var undir vatni. Það varð jafnvel að fara langt inn í land, til þess að hægt væri að ná í gras til eldneytis. Ekki ÚTVARPSTÍÐINDI 135

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.