Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 28

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 28
Lag cffir Óskar J. Cortes: Ég ann þér Danslag kvölds- ins á gamlárs- kvöld Þú kemur vina min í kvöld er máninn skín. Vi'ð þrœÖum þekfcta slóð. Þú ert svo góð. É8 ungur unni þér. þín ást er helgust mér, hún vejur sumri og söng um síðkvöld löng. Við hlýðum klökk °g sátt á kvöldsins andardrátt cr húmið hylur grund. Það er heilög stund. Nú veiztu ástin mtn, hve ojt ég minnist þín. Nú cinan áttu mig. Ég elska þig. Valdimar Hólm Hallstað. skuldaðrar athygli og viðurkenningar, og hygg ég, að tvennt muni einkum valda því. Ljóð hans eru yfirleitt of vel ort og óvenjuleg, til þess að vera við haefi hinna almennu rímrugluðu les- enda, en jafnframt vandvirkninni hefur bölsýni skáldsins staðið í vegi fyrir því, að það væri metið að verðleikum. Á þessum dapurlegu tímum, þegar tor- tíming, hrun og vitfirring tvinnast sam- an í heimssýn hinna venjulegu lesenda, finnst þeim ef til vill lítill akkur í að sökkva sér niður í skáldskap þess manns, sem túlkar öðrum betur von- leysi þeirra sjálfra og trega, en mælir engin lausnarorð eða lætur þau liggja í þagnargildi. Fyrir nokkrum árum tóku að birtast smásögur í Eimreiðinni eftir ókunnan höfund, sem nefndi sig Þóri Bergsson. Þær voru ritaðar með þeim hætti, að þær hlutu að vekja eftirtekt. Efnisval höfundar var sérkennilegt, stíllinn brotalaus og hávaðalítill, en féll vel að efninu. Haustið 1939 kom út smásögu- safn eftir þenna höfund og nú er nýút- komin skáldsaga eftir hann, og les Helgi Hjörvar upp úr henni 21. des. Það hefur og vitnast, að Þórir Bergsson heitir réttu nafni Þorsteinn Jónsson og er starfsmaður við Landsbankann, bróðir Magnúsar Jónssonar prófessors. Það væri illa farið, ef íslenzkir ljóð- lesendur gengju framhjá þeim kvæðum Steins Steinarrs, sem líkja má við harmi þrunginn óm úr myrkri, vegna hræðslu við sjálfa sig. Sum þessará kvæða eru ekki aðeins góð kvæði, fylli- lega sambærileg við hin góðu kvæði, sem ort eru óviljandi, — heldur eru þau fáguð og hnitmiðuð listaverk, kristöll- uð um ákveðna hugsun eða ákveðin hughrif, slungin tónum djúprar, æðru- lausrar sorgar. Ó. /. S. 140 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.