Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 30

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 30
AFI OG AMMA, eftir Eyjólf Guð- mundsson. Utg. Mál og menning. Aldraður bóndi í Mýrdal færir í letur sögu- sagnir ömmu sinnar. Frásögn hans er látlaus og ber þess engan vott, að hún sé rituð af nákomn- um ættingja. FIe8tallir fulltíða íslendingar hafa frétt það til afa síns og ömmu, að lífsbarátta þeirra hafi verið þungur róður. bess vegna er bók Eyjólfs Guð- mundssonar mörgum kunnuglegur gestur. Það er skaðlaust, að enginn skáldsagnahöfundur hefur orðið fyrri til og sett saman ,,stórbrotna“ mann- lýsingu úr æviferli Ólafs Högnasonar. /Evisagan sjálf gefur bezta hugmynd um, hvert þrek og hverja skapfestu landneminn í Eyjarhólum hefur haft. Fyrstur sveitunga sinna fleygaði hann grjót til hleðslu. En það var aðeins ytra tákn þeirra erfiðleika, sem djarfur og óbilgjarn hugvitsmaður í sporum hans hlaut að mæta. Frásögnin um bernsku Ingu í Drangshlíð er geðfelld og rituð við barnahæfi. Svo hittum við Ingu litlu aftur, þegar hún er orðin Ingveldur húsfreyja í Eyjarhólum. Þó er hún óbreytt, gjaf- mild, eins og gott barn, trúuð eins og barn. Trú Ingveldar er í beinu samræmi við mannúð henn- ar. Förukona launar henni greiða með því að gefa henni fjármark. Inga litla er ekki í vafa um, að gæfa fylgi hverju vináttubragði, og markar lamb sitt sjálf í óþökk föður síns. Þegar hún er orðin húsfreyja í Eyjarhólum, lánar hún fátæU- ingum 8nemmbæru sína til nytja og miðlar þurf- andi mönnum af sáralitlum birgðum. ,,Það verð- ur drýgst, sem flestir fá af“, er máltæki hennar, og hún kvíðir ekki komandi degi, þó óvænlega horfi. Bókin hefur sérstakt gildi fyrir þá, sem séð hafa fegurð Eyjafjallasveitar í nánd við Drangs- hlíð og starað undrandi á umhverfi Péturseyjar, þar sem hún rís cins og klettur úr hafi og gnæfir yfir flatlendi og ægisanda. ímyndunaraflið hvísl- ar að fcrðamanninum: Hér hlýtur margt undar- legt að hafa gerzt. O. G. Steján Júlíusson: Þrjár tólj ára telpur. Reykjavík 1941. Stcfán Júlíusson hefur skrifað þrjár sögur fyr- ir yngstu lesendurna og gefið út. Það kann að virðast lítill vandi að skrifa fyrir börn, sem eru á aldrinum 7—10 ára, og margur maðurinn lít- ur niður á slíkar bækur og telur þær ekki til bókmennta. En það stappar nærri, að með því að líta niður á bækur barnanna, sé litið niður á börnin. Og hamingjan hjálpi þcim, scm lítur niður á æskuna í landinu, hina verðandi þjóð. En það er vandi að rita vel fyrir börn. Bækurn- ar þeirra eru jafnframt leikföng þeirra, þess- vegna þarf að vanda til þeirra. Ég held, að Stefáni Júlíussyni hafi tekizt allvel að rita fyrir smábörnin, ég hef nokkra reynslu fyrir því um fyrri sögur hans, hinar lengri. Þessi saga er úr skólalífinu, þar sem börn beita áhrifum sín- um og samtakamætti til góðra verka. Ég býst við, að Stefán haldi vel í horfinu með þessari sögu, hún er létt og lipurleg. Gusi Grísakpngur. Ævintýri með myndum eftir Walt Disney. Þessi höfundur er nú í tízku um heim allan, hann er listamaður mikill og börnum þykir mik- ill fengur að bókum hans. G. Ljó6 Guðfinnu Jónsdóttur Jrá Hömr- um. Utg. Isafoldarprentsmiðja. Hér verða aðcins örfá orð sögð um þessi ljóð. Það fer á engan hátt vel, að bera á þau hávaða- samt lof. Þau láta lítið yfir sér. Hér er ekki á ferð skáld, sem kveður sér hljóðs sem yfirbragðs- mikið kraftaskáld, heldur er hljóðlátlega og yf- irlætislítið kvatt dyra. En í ljóðunum er djúp- varmur undirylur, og þau eru undur söngþýð og málfögur. Hér er á ferðinni kona, sem gert hef- ur sönglistina að íþrótt sinni. Hún fór ekki að leggja stund á ljóðagerð fyrr en á miðjum aldri, og þá mcst fyrir það, að hún varð sjúklingur, og gat ekki rækt þá list, er henni var hjartfólgnust. Ljóðin bera því skýrlega vitni, að það er söng- menntuð kona, sem hefur ort þau. Guðfinna Jórisdóttir er alþýðukona, af fátæku fólki komin og hefur lengi orðið að berjast við heilsuleysi. Hún hefur ekki neinnar skóla- menntunar notið. En þó er kunnátta hennar og vald til þeas að fara með íslenzkt mál, svo að frábært má tclja. Og þar sem málið á ekki orð til að túlka það, sem hún vill segja, er cins og henni leggist á tungu ný orð, sem gerð cru af miklum næmlcik og mikilli fegurð. Hún talar um mannssál, sem eygir ekki sitt eilífa föður- land, af því að hún er ,,stormblind“. Hún heyr- ir í ,,þeiröddum“ skiptast spurn og svör, og hún heyrir ,,anganstef“ blóðbergsins. Ég hef orðið þess var, að ýmsir telja sig hafa orðið fyrir vonbrigðum af ljóðum Guðfinnu frá Hömrum. Það cr ef til vill meðfram fyrir það, að þau hafa verið auglýst með ærið hástemmdu 142 ÚTVARP5TÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.