Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 31

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 31
loíi. En líklega er það mest vegna þess, að menti hafa ekki að fullu gert sér það ljóst, hver aðall þeirra er. Flest skáld okkar, líka ljóðskáldin, eru fyrst og fremst sjáendur. bau hafa aðeins mis- munandi næmt auga. En Guðfinna er fyrst og fremst heyrandi. bað er aðall hennar sem skálds, hve hlustnæm hún er. Fyrsta kvæði hennar, sem eftirtekt vakti, er kvæðiá Hófatak. Ég hef hvergi séð eða heyrt gerða grein fyrir því, hvað sérstaklega snart menn í því kvæði, en eg hygg, að það hafi verið, hve kvæðið lýsti góðri heyrn, og hve vel það túlkaði það, sem skáldið heyrði. Það var líka léttara til skilnings að þessu leyti en flest önnur kvæði Guðfinnu, það segir svo skýrt til um efni sitt. bað hefst umsvifalaust með þessum orðum: Fáksins dunandi hófahljóS á hrynjandi guðlegs máls. og endar á þenna veg: Sem höfugur niður um hljóða jörð hófaslátturinn fer. En ef til vill er heyrn Guðfinnu þó allra næm- ust í heiðakyrrðinni ofan við gamla bæinn henn- ar á Hömrum : Þei, þei, þei, þei. Hefur þögnin mál? I þeim röddum skiptast spurn og svör. Frá heiðabrjóstinu líða ljóð, sem lögð eru á ilmblæsins fögru vör, og blóðbergsins eldheita anganstef berst ómhreint að drottins fótaskör. en hæversk og kyrrlát kaldavermsl sín kliðmæli hefja, fagurstreym. Guðfinna vill lýsa því, sem ,,á að syngjast, en ekkert mál á orð til að tákna rétt". Og hún hefur svo að furðu gegnir orð til að tákna það rétt. Arnór Sigurjónsson. Vor sólskinaár, ljóð eftir Kjartan Gísla- son jrá MosjeUi. Reykjavík 1941. Bóka- útgáfa Jens Guðbjörnssonar. Kjartan J. Gíslason las kvæði á ljóðskálda- kvöldinu sl. vetur og vakti almenna athygli fyrir léttan og hnittinn tón. Hann var reyndar áður kunnur af tveimur ljóðabókum, en með þessari bók mun hann ná verðugri hylli ljóðaunnenda. *** i\4,\%K************<***** ****** ****** »»* Í Í Í l UM TÓNLIST Karlakprinn ..Fóstbræour" söng 1. desember s. 1. lög úr 25 ára afmælis-söngskrá sinni. Fyrst sungu þeir „Fóstbræðrasyrpu", er Emil Thoroddsen hafði raddsett og gefið kórnum í afmælisgjöf. I syrpunni eru 8 af þekktustu ís- lenzkum þjóðlögum, og eru þau gamalkunn frá fyrri söngskrám kórsins. briðja Iagið í syrpunni, ,,E.g veit eina baugalínu", var tekiS öSrum tök- um en venja er til. Fyrri hluti lagsins var sung- inn sterkt, og er þaS andstætt þv! venjulega. Lagið hefði verið betur sungið allt veikt. Gunnar Möller annaðist undirleik við syrp- una, og fórst honum það vel úr hendi. Auk syrpunnar sungu þeir fjögur Norðurlanda- lög, og loks lag Sigfúsar Einarssonar ,,bú álfu vorrar yngsta land". Söngur „FóstbræSra" er mjög vandaður. Styrk- leikabreytingar nákvæmar og samstilling ágæt — miklu betri en ætla mætti eftir söng þeirra í útvarpið. Kórinn ræður yfir miklum þrótti, en notar hann hóflega. Miooikudagshvöldio 3. desembcr kváðu þeir Júlíus Geirmundsson og Jón Lárusson úr Núma- rímum og Göngu-Hrólfsrímum. Rímnakveðskapur heyrist sjaldan nú orðið, enda fækkar þeim óðum, sem hafa gaman af rfmum. Margir eru þeirrar skoðunar, að ekki ætti að kveða rímur í útvarpið, vegna þess að útlend- ingar kunni ekki að meta þær, og álíti þær villi- mannasöng. betta er nú heldur ótrúlegt, enda ástæðulaust að taka mark á því. Oft heyrist svip- aður þjóðlegur söngur frá erlendum útvarpsstöðv- um, t. d. frá Marokkó, og engum dettur í hug að kalla það villimannasöng. beir Júlíus og Jón eru báðir góðir kvæðamenn og halda furðuvel tónhæðinni — en mikið má þrek þeirra vera, ef þeir endast til að kveðn langar rímur í lotu með slíkri raddbeitingu. 3./I2. 1941. P. K. P. bAÐ VAR Á HÖTEL BORG. Tveir menn, tók boði útlendingsins, en vék þessum orðum íslendingur og Breti, komu jafn snemma að að lslendingnum, sem hún þekkti: ,,Ég fékk að borði stúlku einnar og buðu henni í dans. Hún sitja fyrir stríð, nú getur þú setið". UTVARPSTIÐINDl 143

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.