Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Qupperneq 9

Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Qupperneq 9
ÚTVAEPSTÍÐINDI 225 takast að halda þeim vinsældum sem þátturinn var búinn að ná í meðför- um Björns Sigfússonar. Bjarni Vil- hjálmsson er fæddur að Norðfirði 12. júní 1915. Hann fór í Mennta- skólann á Akureyri 1931 og tók stúdentspróf 1936, en kandidatspróf i norrænum fræðum 1942. Að því loknu starfaði hann um skeið sem blaðamaður við Alþýðublðið, en um leið vann hann, ásamt Guðna mag- ister Jónssyni, að útgáfu Fornaldar- sagna Norðurlanda. Þá hefur hann og unnið að útgáfu bóka fyrir Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu, þar á meðal. „Langt út í löndin“, og hann héfur nýlokið við að búa til prentunar nýja útgáfu af Eddu. — Bjarni er skólastjóri Alþýðuskólans í Reykjavík. LJtvarpstíðindi áttu stutt viðtal við Bjarna Vilhjámsson nýlega um starf hans við útvai'pið. „Ég verð að segja það“, sagði Bjarni, „að ég var lengi í vafa um það hvort ég ætti að taka að mér flutning þáttarins um íslenzkt mál. Það var ekki hægur vandi að fara í spor dr. Björns Sigfússonar, að vísu hafði hann gefið þættinum ágætt form, en fáir eða engir standa hon- um á sporði um fljóttekinn fróðleik um íslenzk fræði. Ég lét þó tilleiðast að taka þetta að mér — og nú er mér farið að þykja reglulega vænt um þáttinn og bréfin sem mér berast“. — Já, þú færð víst mörg bréf“. „Ég fæ sand af bréfum. þau koma úr öllum áttum og frá fólki í öllum stéttum þjðfélagsins. Maður finnur það bezt, þegar maður fer að starfa að þessu hve gýfurlega mikinn á- huga íslendingar hafa fyrir tungu sinni. Ég efast um að nokkur önnur þjóð reyni eins og sú íslenzka að kryfja mál sitt til mergjar. íslend- ingurinn er ekki ánægður með að nota orð af venju, hann verður að skilja merkingu þeirra til fulls og helst að þekkja stofn þeirra og upp- runa“. % — Um hvað spyr fólk fyrst og fremst?“ „Það spyr aðallega um þrent. I fyrsta lagi um orðmyndanir. Og oft- ast nær koma bréfritararnir með sínar eigin skýringar. Verða margir þeirra fyrir vonbrigðum þegar þeim er til dæmis sagt að skyld orð og lík geti bæði verið rétt. Það finnst þeim goðgá. Þeir telja að orðið geti ekki verið myndað nema á einn hátt. í öðru lagi spyr fólk um frummerk- ingu orða, hvernig orðin séu hugsuð og hvernig talshættir séu tilkomnir og annað slíkt. Þá spyrja menn og um merkingu staðanafna“. — Er ekki erfitt að svara svona bréfum á viðunandi hátt? „Læt ég það vera. Yfirleitt eru bréfin velflest skilmerkileg og lýsa ágætri eftirtektargáfu bréfritaranna Erfiðast er vitanlega að svara þeim sem ekki gera nógu glögglega grein fyrir því sem þá langar til að vita. — Ég hef veitt því athygli, að fólk hefur mikinn áhuga á því að dæma sín á milli um hvað sé rangt mál og rétt og sumir þykjast næstum alls staðar sjá eintómar rökleysur í máli. — Islenzkan er mjög rökföst, en menn verða að hafa það í huga að það er ekki hægt að krefjast þess að lifandi tunga sé eins og stærð- fræðitákn. En það virðast sumir menn vilja“,

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.