Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Page 12
228
ÚTVARPSTÍÐINDI
Sjá, farin er þíns frelsis dýra von,
því fallinn er nú landsins bezti son!
Rezitatíva og dúett.
ÍSAK: Já, syrgið, bræður, harmið heitt,
vér huggun enga getum veitt.
Nú beiskan bikar drekk,
og búizt ösku’ og sekk!
Þið höfuð dufti hneigið að,
og heitar kinnar taugi tára bað!
LEA: Ó, dætur, látið harma-hljóð
nú heyrast yfir storð og flóð,
og yðar mjúku berjið brjóst
í beiskri sorg, — að verði þjóðum Ijóst,
að Mattatías féll hér fyrir ár
og fölvi dauðans þekur kinn og brár.
BÆÐI: Hvert flýja skal? Því ógnin öll,
hún umlykur oss hér!
Jerúsalem! Þá háu höll
við himna’ ei lengur ber.
Harmsöngur II.
KÓR: ó, grátið Zíons björtu borg
með bitrum tárum, þungri sorg!
Rezíiatív.
SÍMON: En fyrir gíg það ekki er,
að allir gráta’ og kveina hér.
Já, böl að vísu’, — en birta aftur skal
og burir Júda reynast hetju-val.
Ei sæmir víl og vonlaust gjálfur
út-valdri þjóð, er Drottinn sjálfur
kaus sér til eignar alla tíð
við örlög bæði ljúf og stríð.
Vér treystum valdi’ og vizku hans,
að vernda þjóðar hag og lands.
Sálmur og fúga.
KÓR: ó, faðir, sem átt vizku’ og vald
um víða jörð og himins tjald,
gef þú, að hjörtun, tárug, tvist ,
í traustri eining sameinist,
og veit oss hraustan, hugrakkan,
í hópi Júda foringjann.
Arioso, aría og kór.
SIMON: Ég finn vorn guð í bimna her,
og bann ég finn í sjálfum mér, —
hans eilíf dýrð og dásemd skín!
Og Israels að bljúgri bæn
hann beygir eyru. Náð hans væn,
hún bendir, Makkabeus, nú til þín,
og Júdas gerir skjótleg skil, —-
hann skal oss leiða sigurs til!
Upp, upp, þú þjóð til stríðs og starfs!
IJinn góði málstsvður heimtar hug.
En Herrann hinn almáttkr stælir
vorn dug.
KÓR: ó, kom, — ó, kom með sólbjart
sverð.
Júdas, stýr Jakobs þjóðar ferð!
Rezítíva og aria.
JÚDAS: Heill, vinur, heill! Með fögnuði
ég finn
vorn feðra-anda tendra huga minn
í bjartan loga. Blossi kveiki sá
í brjóstum yðar hugrekki og þrá
til orku’ og dáða, — eins og fyr,
er átti Jósúa hérna styr
og sól nam staðar, stóð að boði’ hans
kyr,
unz stolta kónga’ hann sendi’ um Ilelj-
ar dyr.
Ver djörf, mín sál, og dugðu vel, —
ver djörf og trú, þótt ógni hel!
Þótt harla ójafn leikur sverða sé,
skai sverðum verja heilög feðra vé!
Rezítalíva og dúett.
LEA: Nú fyrir Drottni beygjum bljúgir
að blessun hans á þessu verki sé. [kné.
Vorn Júdas verndi’ hann voða hverj-
og veiti ísrael brátt frelsi’ á ný! [um í
LEA og ÍSAK: Ó, kom þú, fagra frelsis-
og fær oss með þér bjartan dag! [glóð,
Þig þráir heitt vort bjartablóð,
og hugur syngur lausnárbrag.
Rezílatíva og aríoso.
JÚDAS: Svo kvað minn faðir, farinn nú
til feðra sinna’ um gullna himinbrú:
,,Hvort getið séð það ógnar-eymdarflóð,
sem yfir gengur Júða hrjáðu þjóð,
án þess að óska’ að harðleg hefnd
á heiðingjunum verði efnd?“
Við síðasta’ andvarp sagðir þú:
„Ó, synir, frelsi’ eða’ ánauð veljið nú!“
/
I