Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Side 19

Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Side 19
ÚTVARPSTÍÐINDI 235 og Gunnþórunni. — Mér finnst, að þítt- um, sem skotið er inn í dagskrána, eins og Passíusálmum og lýsingum af stál- þrœði, aetti að auglýsa eftir hinni fyrir- fram auglýstu dagskrá, en ekki stinga þeim inn á milli annarra dagskrárliða. — Pá er það jazzþátturinn. Hann finnst mér, þótt ég sé hrifinn af jazzi, ekki nógu fjðlhreyttur. Finnst mér, að ætti að spila plötur frá öðrum löndum en Amer- íku, sérstaklega Englandi. Annars finnst mér ágætt, hvernig Jón kynnir hljóm- sveitirnar. — Svo eru það danslögin. Það er nú meiri „jazzdellan11, sem kom- in er í „harmonikkuelskandi“ sveitafólk. Það er að lala um það, að það eigi að leika fleiri harmonikkulög í danslögun- ■ um, af því að jazzinn hafi eigin tíma. Pað ætti að lilusta á eftir seinni fréttum á miðvikudögum, ef það er þá ekki verið að útvarpa af stálþræði. Annars finnast mér danslögin ekkert sérlega góð. Það er alltof mikið af gamaldags tangóum og völsum, spiluðum af dönskum, sænskum eða spánskargentiiskum hljómsveitum. — Harmonikkulög frá öðrum löndum en Norðurlöndum eins og þau, sem leikin eru af úreltum spilurum eins og Gellin og Borgström, hef ég annars ekkert út á að setja. Annars eru þeir, sem þykjast hafa yndi af harmonikkulögum, svo bjánalegir, að ef þeir bara heyra í harmonikku, hvort sem það er jazz eða ekki (sem það er þó oft), þá komast þeir allir á loft, svo að það er þá bara hljóð- færið, en ekki lögin, sem það fer eftir. Mér finnst, að eigi að útvarpa danslög- um frá dansleikjum, sérstaklega þar sem hljómsveit Björns R. Einarssonar spilar. — Stálþráðurinn finnst inér vera ágætur. Ætti að taka fleira upp á hann en lýs- ingar hf íþróttakeppnum. Mætti taka ým- iskonar hljómleika og skemmtanir upp á hann. Ætti það að vera gert, þegar Joe Daniels kemur hingað. — Að lokum vil ég svo sakna þáttarins „Eög og létt hjal“, sérstaklega eins og hann var, þegar Ein- ar Pálsson var með hann, og stinga upp á því, a ðtekinn verði upp óskalagaþátt- ur, sem væri svona 1 tíma tvisvar í viku“. UM ÝMISLEGT EFNI. Úr Stíflu, norðast í Skagafjarðarsýslu, er skrifað á sumardaginn fyrsta: „Það hefur oft verið talað um það i Otvarps- tíðindum, að sem flestir sendu linur í „Raddir lilustenda“, og ætti svo að vera. Ég hef að vísu litlu þar við að bæta, sem áður hefur verið umtalað viðvíkjandi dagskrá útvarpsins, nema að mér finnst, að það, sem flestir eru sammála um í „Röddum hlustenda“ þurfi að breyta og bæta. — Það eru flestar raddir, sem þrá meira af harmonikkulögum. Því þá ekki að spila meira af þeim? — Um veð- urfréttir vil ég segja þetta: Það er ein- dregin ósk okkar hér, að í sumar séu veðurfregnir lesnar á morgnana kl. 9 eða rúmlega það. Miðdegið kl. 15.30—16. Þetta er sá tími, sem notaður er almennt til hressingar, og gætu þá flestir notið þeirra, bæði í borg, bæ og sveitum þessa lands. — Mig langar til að vita hvernig veðurfar það er, þegar sagt er, að sé snjókoma en ágætt skygni. Ég er alveg sammála „Röddum hlustenda", að láta þá inenn ekki koma að hljóðnemanum, sem að einhverju leyti hafa ekki góðan framburð, eða tala of lágt, eins og oft hefur komið fyrir, og vil ég í því sam- bandi minnast á suma leikarana; það eru oft hreinustu vandræði að hlusta á þá, og ættu þeir þó að vera mörgum öðrum fremri með flutning á efni, en svo virð- ist ekki vera. Þetta finnst nú sumum ináske of mælt, en ég er ofurlítið van- ur upplestri, og hef oft leikið, og þess vegne innst mér þörf á gagnrýni. — Ég get líka bætt þvi við, að aldrei hef ég gengið í skóla erlendis. Hvernig stendur á því, að ekki er hægt að ljúka innlendum fréttum á venjulegum fréttatíma, og að fréttir skuli oft þurfa að bíða seinni frétlatíina? — Þetta finnst mér, að ætti ekki að koina fyrir. Það á að hafa fréttatímann það rúman, að liægt sé að ljúka þeim; og oft, þegar lestri er hætt, koma hljóm- leikar, miður skemmtilegir. — Pétur er að allra dómi bezti þulurinn. Stúlkurn- ar, sem lesa tilkynningar, eru mjög góð- ar, svo er ég farinn að venjast Jóni vel, þótt ekki væri álitlegur í fyrstu.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.