Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 27 koma út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramót. — Afgreiðsla Hverfisgötu 4. Sími 5046. Heima- sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907. Útgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjdtm- ur S. Vilhjálmsson, Brávallagötu 50, sími 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. Dagurinn lengist og dagskrdin þynnist DAGURINN er farinn að lengjast, sólin hækkar á lofti og skammdegiS er á flótta. Það má því segja að aðal- hlustunartími ársins sé á enda. Fólk fer að verða meira út á við, að minnsta kosti unga fólkið. — Ef að venju læt- ur, mun dagskráin þá fara að þynnast og er þá ekki úr vegi, að hlustendur líti til baka og skygnist um, kalli fram í hugann það sem þeim þótti gott í dagskránni og þá einnig þáð, sem valdið hefur vonbrigðum hjá þeim. Þættirnir tveir, sem teknir voru upp í haust, lögfræðiþátturinn og nátt- úrufræðiþátturinn hafa tekist vonum fremur, ekki sízt lögfræðiþátturinn, sém mörgum hefur líkað ágætlega. Verður vonandi framhald á þeim báðum, þó að gera megi ráð fyrir því, að eitthvað dragi úr þeim með vorinu. Unga fólkinu, sem falið var að sjá um þáttinn ,,Lög og létt hjal“ hefur tek- ist sæmilega ætlunarverkið, þó að það hafi legið undir harðri gagnrýni, en við því er ekkert að segja. Það er nú svo, að sumum fellur það vel í geð, sem öðrum mislíkar mjög. Þó verður ekki annað sagt með sanngirni, en að betra var að fá þáttinn aftur heldur en að hafa hann ekki. — Útvarp frá Hótel Borg hefur verið nýung í útvarp- inu í vetur og það hefur að minnsta kosti líkað vel hér í Reykjavík. Má og gera ráð fyrir, að smekkur ungs fólks úti á landi sé líkur svo að út- varpið geti öruggt haldið áfram með þennan dagskrárlið. — Þá verður skólaútvarpið að teljast til nýjungar, sem vert sé að veita athygli og halda áfram með eftir því sem hægt er. Sá þáttur mun þó af skiljanlegum ástæð- um leggjast niður þegar skólarnir hætta. Skólaútvarpið hefur verið ákaf- lega misjafnt. Bezt mun hlustendum hafa líkað útvarp Kennaraskólanem- endanna, 25. janúar. Með því fékk maður nokkuð góða hugmynd um skólalífið í Kennaraskólanum og ekki dró úr ánægjunni útvarpið úr kennslu- stundinni, vísnalestur krakkanna og söngur þeirra. Einar Ólafur Sveinsson, prófessor, hefur nú lokið við að lesa Eyrbyggju og mörgum mun hafa fundist, eins og þeim er þetta ritar, að sagan hafi fengið nýtt líf með lestri og skýringum prófessorsins. Hafi hann þökk fyrir þann lestur. Nú er hann að byrja að lesa eina fegurstu ástarsögu, sem til er á íslenzku, Gunnlaugs sögu ormstungu, og mun hann áreiðanlega fá marga hlustendur meðan hann les

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.