Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 33 um og léttu hjali,“ og má aldrei missa af danslögunum svokölluðu, að ó- gleymdum djassþættinum. Yngri drengurinn vill ekki missa af barna- tímanum eða frásögnum af ferðalög- um og svaðilförum. — Nú er lýð- ræðið svo fast í sessi á heimilinu, að ekki er hlutur neins þessa aðila fyrir borð borinn, og árangurinn verður svo sá, að útvarpið glamrar sleitu- laust mestan hluta dagsins — og lengst til sárra leiðinda fjórum fimmtu heimilismanna, spillandi eftir- tekt þeirra og minni .... Vilhjálmur Jónsson 6. 1. 1948. .... Fyrst byrja ég með að gagn- rýna marg-endurtekið nýsköpunar- stagl útvarpsins, því hver heilbrigður maður veit, að guð almáttugur hefur skapað alla hluti, en engin ríkisstjórn, hvað mikil yfirlætisorð sem hún hefur í frammi, annað en orðið ,,meistari.“ Þegar ég var barn, var mér kennt, að enginn væri meistari, nema Jesús Kristur, sem gaf sitt líf til að frelsa þjóðirnar. Ég tók eftir því í áramóta- hugleiðingum Vilhjálms Þ. Gíslason- ar, að hann nefndi aldrei „nýsköp- unar“-togara, heldur nýju skipin sem rétt var líka .... Adam skrifar Evu .... Mig minnir þú værir að tala um, að þjóðina vantaði tíma til að hugsa. Mér verður nú alltaf hálfflök- urt, þegar fólk fer að tala um þjóðina, því að það er segin saga, að þá mein- ar enginn neitt. Hver reynir svo sem ekki að níðast á þjóðinni? Allir svíkja undan skatti, nema þeir, sem ekkert eiga, ríkið er látið ganga í ábyrgð fyrir arðlaus fyrirtæki — þjóðin borgar. Svo segja þeir, sem koma í útvarpið, að þjóðin eigi að vera spar- samari, heilbrigðari, siðvandari, lærð- ari og umfram allt: hugsa meira! Ja, þá væri nú gaman að lifa. Þjóðin svo sparsöm, að enginn kaupmaður þrif- ist, svo heilbrigð, að læknar hefðu ekkert að gera, svo siðsöm, að lög- reglan legðist í ómennsku. svo lærð og menntuð, að engir reyfarar seldust (og hverjir ættu þá að auglýsa í út- varpinu?) — svo skynsöm og hugs- andi, að allir fyndu sig fullkomna .. . Þjóðin þarf að hugsa, segja þeir riku, sem ekkert meina, þjóðin þarf að hugsa, segja þeir fátæku, sem ekk- ert geta. En mér er spurn: hversvegna á þjóðin að hugsa? Höfum við ekki ríkisstjórn, og hún hugsar fyrir Al- þingi? Höfum við ekki Alþingi og það hugsar fyrir blöðin — og blöðin hugsa fyrir okkur hin. — Og ef þjóðin færi svo að hugsa, hvað hefðist upp úr því? Hún mundi sja sannleikanum fórnað, en lyginni hampað. Hún mundi sjá ráðvendnina í gatslitnu bómullarpilsi, en flærðina sveipaða í dragsíðan silkikjól. Allt yrði stjórn- laust og vitlaust, opinberir starfsmenn hefðu ekki svefnfrið í skrifstofunum, strætisvagnarnir mundu hætta að ganga .... Þó að þeir séu að segja þetta í útvarpinu, þá kæra þeir sig ekkert um það sjálfir, því að það mundi eyðileggja fyrir okkur þjóðfé- lagið .... .... og ekki vildi ég sofna hjá þeirri Evu, sem myndi allt sem út- varpið flytur ....

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.