Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 10
34 ÚTVARPSTÍÐINDI Leikritin í febrúar Machbeth verður 7. febrúar LEÍKLISTARRÁÐUNAUTUR út- varpsráðs, Þorsteinn O. Scephensen hefur nú ákveðið leikritin, sem flutt verða í febrúarmánuði. Einnig hafa leikstjórar verið ákveðnir, en ekki mun að fullu hafa verið skipað í hlut- verkin. Yfirleití má segja, að val leikrita til flutnings í febrúar hafi tekist vel, hvernig sem svo fer með flutning þeirra. Hið mikla leikrit Shakespeares Macbeth í þýðingú Mátthíasár, verð- ur flutt 7. febrúar. Verður Lárus Páls- son leikstjóri, en Þorsteinn Ö. Steph- ensen leikur Macbeth og Regína Þórð- ardóttir Lady Macbeth. Þetta heims- kunna snilldarverk skáldjöfursins var flutt í útvarpið fyrir fimm árum og voru þá leikstjóri og aðalleikendur hinir sömu og nú. Þessi flutningur mistókst að nokkru þá af tæknislegum ástæðum, en £>ó vakti leikritið milda athygli og margir óskúðu, að það yrði flutt aftur. Ekki hefur þó getað orðið af því fyrr en nú. Macbeth er þrungið miklum örlögum, og eins og kunnugt er talið vera eitt af skærustu perlum heimsbókmenntanna. Flutningur leik- ritsins 'siendur á aðra klukkustund. Laugardaginn 14. febrúar verður tekið til flutnings leikrit eftir norska skáldið Helge Krogh og heitir það Lifandi og látnir. Leikstjóri verður Þorsteinn Ö. Stephensen og fer hann einnig með aðalhlutverk. Þetta leik- rit er einn þáttur og fer fram á sjúkra- stöfu. Aðalpersónurnar eru tveir sjúkl- ingar, en alls eru leikendur 6, hjúkr- unarkona, áðstandendur sjúklinganna og fleiri. Þann 21. febrúar verður flutt stórt franskt leikrit eftir Jean Girandoux, sem heiíir ,,Amphitrion 38.“ Sagt er að þetta sé skemmtilegt leikrit Andrés Bjöinsson hefur þýtt leikritið. Indriði Waage verður leikstjóri. Enn er óráð- ið um leikeödur í þessu leikriti. Rafgeymavinnustofa vor i Garðastrœti 2, þriðju hæð. annast hleðslu og viðgerðir á viðtækjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Ríkisins

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.