Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 12
36 ÚT V ARPSTÍÐINDI SKÓLAÚTVARPIÐ. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp, að útvarpsmenn hafa heimsótt skóla og fengið nemendur til að skýra frá námi og skólalífi. Yfir þessu hefur verið léttur blær og ekkert nema gott um það að segja. Tilraunin er aðalatriðið og því má ekki rjúka upp með skömmum þó að eitthvað kunni að vera öðruvísi heldur en ströngustu kröfur kunna að ætlast til. Þegar þetta er ritað hafa nemendur í tveimur skólum komið fram í útvarpinu og hvort tveggja tókst sæmilega. Að vísu er ekki hægt að ætlast til þess að hægt sé með tali einu að gefa hugmynd um leikfimi, þó að nokkuð megi fylgjast með henni með fyrirskipunum kennarans og hljóðum, sem heyrast, þegar nemund- urnir gera hinar ýmsu æfingar. Ýmsum mun hafa þótt dálítið skrítin leikfimi Miðbæjarskólans. Þar voru börnin látin leika lögreglu- og útilegumenn og leik- urinn hafður í stríðsformi, en kennar- inn hrópaði eins og liðsforingi á víg- velli: „Skjótið!“ Hvers vegna var leik- urinn ekki miðaður við gamlaárskvöld og atburðina þá? — En viðvíkjandi út- varpi þessu úr skólunum vil ég segja þetta: „Haldið áfram á sömu braut. Þetta er góð tilbreyting." LESTUR GAMALLA LJÓÐA. Stúlka úr Flóanum skrifar: „Ég er ekki gömul, en þó þykir mér gaman að gömlum ljóðum, sem mæður okkar og ömmur lásu fyrir okkur, þegar við vor- um börn- Þessi Ijóð eru aldrei lesin í útvarpið. Erindið var því að biðja Út- varpstíðindi að koma þeirri bón minni á framfæri við úvarpsráð, að það fengi einhvern góðan upplesara, til dæmis Andrés Björnsson, til þess að lesa eitt- hvað af þessum góðu gömlu ljóðum og þá detta mér fyrst og fremst í hug ljóð Guðmundar Bergþórssonar: „Agnesar- kvæði,“ „Móðurkveðja,“ og „Vinaspeg- ill.“ Ennfremur er til „Tólfsonakvæði" og fleiri, sem gjarna má taka til athug- unar, ef úr þessu verður. Ég er sann- færð um að mörgum mundi þykja vænt um ef farið væri að bón minni í þessu efni.“ T skrifar: „Oft verða viss atvik til þess, að við lítum til baka og förum að athuga og hugsa um það, sem liðið er. Nú um jólin var ég að lesa bókina Faxi eftir Brodda Jóhannesson, sem að mín- um dómi er bæði merkileg og unun að lesa, þó að ég hefði frekar kosið að Broddi hefði átt bókina einn. Kaflarnir þrír, sem aðrir eiga í henni eru prýði- legir út af fyrir sig og hefðu verið góðir í sérstakri bók. Svo ekki meira um það- Þá dettur mér í hug kvöldvaka útvarps- ins í vetur, sem mér virtist helguð þarf- asta þjóninum, hestinum, sem var í heild ein bezta kvöldvaka, sem ég hef hlustað á í vetur. Þá las Broddi Jóhannesson upp úr bókinni Faxi og Sigurður Jóns- son frá Brún, erindi um hestav,ísur og fleira, sem var prýðilegt að efni, en mér þótti fyrir að heyra hvað kunningi minn S. J. flutti erindi sitt hrapalega illa, þó sérstaklega vísurnar, því seinni hlutann af þeim mörgum var ómögulegt að skilja þó að heyrðist vel í tæki mínu. Erindið hefði notið sín heldur betur ef til dæmis Pétur Pétursson eða Helgi Hjörvar hefði lesið það. Allt of sjaldan er það athugað, að þeir lesi ekki erindi sín sjálfir í út- varp, sem mjög er ábótavant um fram- burð hjá. Svo er það annað, sem ég ætla að minnast á. Vill ekki útvarpsráð at- huga hvort ekki væri æskilegt og hægt að helga sauðfénu eitt kvöld í útvarpinu, fuglunum annað og nautpeningi hið þriðja o- s. frv., með því að lesa upp það bezta, sem um þessar lífverur hefur verið skrifað og ort, nú og svo að reyna að fá einhverja, sem lifað hafa með þess- um skepnum og lifað sig inn í eðli þeirra, tilfinningalíf og þarfir að skrifa eða

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.