Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 37 Bók, sem á erindi til allra GLÖTUÐ HULGI Skáldsagan um drykkjumanninn, sem barðist við ástríðu sína, og sigraði að lokum Þetta er ein kunnasta skáldsaga, sem skrifuð hefur verið um þetta efni og er talin hafa jafnvel meiri áhrif en saga Jack London „Bakkus konungur," sem lengi hefur verið rómuð. Höfundur skáldsögunnar „Glötuð helgi“ varð heimsfrægur maður, strax og bók hans kom út. Hún hefur verið þýdd á flest tungumál heimsins og gerð hefur verið kvikmynd um hana, sem sýnd hefur verið víða um lönd, einnig hér. Látið ekki undir höfuð leggjast að lesa söguna „Glötuð helgi.“ Hún er ein þeirra sagna, sem aldrei líða úr minni manna. Helgafell Garðastræti 17 — Reykjavík yrkja um það fyrir útvarpið? Ég held að það væri bæði holt og þarft fyrir þjóðina að fá þessháttar efni i kvöldvökurnar einstöku sinnum. UM EINSTAKA ÞÆTTI OG ESPERANTÓ H. J. skrifar: „Nú er þátturinn „Lög og létt hjal,“ loks endurvakinn og fer vel á því. Hinn nýi stjórnandi áþttarins hefði vel getað verið verri en Friðrik, sem er dálítið hrifinn af sjálfum sér, en þó barnslega saklaus í einfeldni sinni. Um framtíð þáttarins er ekki gott að segja, en sennilega tekst Friðrik að halda honum „í horfinu" um nokkurn tíma. Ég vona að honum takist vel. Framhaldssagan í barnatímanum er einhver sú bazt samda saga, sem þar hefur verið lesin og lestur höfundar er með ágætum. „Þessi saga er fyrir ungl- inga á aldrinum 7—70 ára,“ var ein- hverntíma sagt um bók Molnár’s „La knasoj de Paulo-strato,“ og ég hygg að hið sama megi segja um þessa sögu. „Heyrt og séð“ er í afturför síðan Jónas Árnason leið- Hið nýja form á óperunum fer mjög vel. Nú fyrir skömmu voru kunn úrslit í atkvæðagreiðslu þeirri um esperantó, er esperantófélagið „Auroro“ gekkst fyrir og sást þar glögglega að yfirgnæfandi meirihluti nemanda í öll- um framhaldsskólum landsins óskaði eftir, að esperantó yrði, eins fljótt og auðið væri, tekið upp sem skyldunáms- grein í skólunum. Og væri þá ekki úr vegi að spyrja: Hvað veldur því að esper- antó er ekki tekið upp að nýju sem kennslugrein í útvarpinu? Mér er kunn- ugt um það, að ekki stendur á neinu nema útvarpsráði og útvarpinu- Jafnvel kennari er tilbúinn til þess að sjá um kennsluna.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.