Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI 41 UNGA ÍSLAND Ritstjóri: Katrín Ólafsdóttir Mixa. Ritgerðir og frásagnir eftir kunnustu rithöfunda og skáld þjóðarinnar. Kaupið og lesið Unga Island í hinum nýja búningi. Helgafell Garðastrceti 17 . Reykjavík öxlunum, eins og maður gerir eftir að byrði hefur verið varpað. Ég þagði og hann þagði góða stund: En svo stóð hann upp og sagði: „Ég ætla nú að fara“. Hann sagði ekki meira, en stóð upp og fór út. ITm'leið og hann opnaði hurðina, kom snjóstroka inn um gætt- ina, féll í gult sagið og það dökknaði við bleytuna. Ég hitti ekki Frissa í nokkra daga, en svo sá ég að fátækrafulltrúinn aug- lýsti jarðarför hennar. Þegar ég kom í kirkjuna, sat Frissi þar einn og utar- lega. Ég settist hjá honum. Hann rýmdi svolítið til fyrir mér, en sagði ekki orð. Það var fátt fólk í kirkjunni, aðeins einhverjir líkmenn og nokkrar gamlar konur, auk okkar. Svo fylgdum við í kirkjugarðinn. Það var hríð og allt hvítt. Moldin var frosin og það buldi í kist- unni, er gaddaðir hnullungarnir féllu á hana. Snjórinn féll, þungur og mildur. Ég stóð andspænis prestinum við gröf- ina. Það voru tár á vöngum hans. Þetta var ungur maður. Ef til vill voru það bara snjókorn ... Og svo orti hann kvæðið um snjóinn. Hann orti það við eitt borðið í Skugga- kaffi, og skrifaði það á mórauðan um- búðapappír. Við vorum með hálfa flösku af landa. Þegar hann var búinn með kvæðið kom Hans Nielsen, stóri Daninn með geirvörtuna utan við nefið, og slóst upp á hann. Ég varð alveg óður og skall- aði svínið í klofið, svo að hann engdist sundur og saman á eftir. Frissi fór, en ég var tekinn og járnaður, og svo var ég í Steininum um nóttina". Friðrik ræskir sig og segir svo: „Jæja, en hvernig var það svo með Bjarghildi ?“ „Frissi gekk í félagið undir eins og hann kom. Hann var fjári góður. Hann las alltaf upp kvæði og sögur á skemmti- fundum, og einu sinni flutti hann fyrir- lestur um Plimsoll, þennan enska, sem barðist fyrir betri skipum. Frissi vissi svo fjandi mikið um allt. Þorgrímur var einn af dyggustu félögunum. Hann

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.