Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 20
44 ÚT V ARPSTÍÐINDI aði honum, leit hann við mér og sagði: „Þeir skilja það ekki. En þeir verða að skilja það. Það verða allir að skilja það“. Ég áttaði mig ekki á þessu og sagði: „Hvað?“ „Gleði eins er gæfa annars“. „Spakmæli númer tvö“, segir Harald- ur hægt. „Þetta hefur verið allra bezti karl“. „Já“, sagði ég. „Það er rétt“. Ég sá, að hann var orðinn blár í fram- an og augun starandi. Hann kastaði til höndunum, greip stundum í hvítt sæng- urlínið og kreisti það. Það var froða í munnvikum hans. Svo hélt hann áfram: „Þegar fyrsti sumardagur kemur, þá birtir, þá fer ég með þau, Bjarghildur? Hvar ert þú? Lyftu barninu upp í. Hvar er lýsið? Nei, það má ekki merkja hann í skólanum. Hann býður þess aldrei bætur í sálinni. Betra að svelta heima. Ekkert merki um hálsinn. Engar matgjafir.___Nei. Við lögum það bráð- um“. „Merki um hálsinn? Hvað átti hann við með því?“ Friðrik spyr með þurrum og þvinguðum hósta. „Börnin, sem fá matgjafir í skólan- um eru merkt. Það er málmspjald, sem hangir í bandi um hálsinn“. „Já, það er alveg rétt. Ég hitti í vet- ur telpu fyrir utan skólaportið. Hún var grátandi og hélt krepptum hnefa um eitthvað, sem var um hálsinn á henni“. „Hann var með óráð. Það bráði af honum einu sinni, og þá sagði hann: „Það er afmælið núna, Stígur. Skilaðu kveðju til félaganna“. Og svo kom hjúkrunarkonan og rak mig út. Þorgrímur dó um kvöldið. Það var ísing, þegar hann var jarðaður, og við leiddum hver annan, félagarnir, því að það var glerhált. Við fylgdum næstum allir. Frissi talaði við gröfina, og það var hörð ræða, bara verst hvað hann var hás. Hann kvaddi Þorgrím fyrir okkar hönd. Við þögðum, þegar sálmur- inn var sunginn, en svo sungum við allt í einu stríðssönginn okkar. Það var Frissi ,sem byrjaði hásri röddu. Við tókum allir undir. Þetta hafði aldrei komið fyrir áður. Það var uppreisn. — Kistan var svört, engin blóm, en ísingin sindraði um hana. Það var flóð af geisl- um. — Þorgrímur hafði svo breitt brjóst... “ „í vetrinum tindrandi töfrar titruðu á kistunni þinni“. .„Þetta gæti verið gott upphaf. Ég ætti að yrkja kvæði um þetta“, segir ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA Ottó B. Árnar Klapparstljr 16 Reykjavtk annagt allskonar viðgerðir í útvarps- tjekjum og öðrum skyldum tækjum Fyrsta flokks vinnustofa og góðir starfs- kraftar. Sanngjarnt verð. - 20 ára reynsla — Sími 2799 Avallt glœsilegt úrval af öllum tegundum skófatnaSar. LÁRUS G. LÚÐVÍGSSON Skóverzlun

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.