Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 21

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 21
ÚTVARPSTÍÐINDI 45 Friðrik hóglega og hugsandi. „Hið breiða brjóst hans og svellbungumar þyrftu að vera með“. „Og svo fór Frissi til Bjarghildar", segir Haraldur. Hann er líka hógvær, engin hæðni eðastríðni í rómnum. „Ég vissi eiginlega ekki, hvernig það atvikaðist. En allt í einu var Frissi kom- inn í kjallarann á Hlemm. Ég held helzt, að Marteinn hafi komið þeim saman. Hann og Þorgrímur voru góðir vinir. Þeir höfðu báðir verið settir á svartan lista og orðið að fara í land. Bjarghild- ur leitaði víst til Marteins og Frissi var einhvern veginn á lausum kili. Hann hafði ekki komið í kjallarakompuna sína síðan RE 13 dó, og svaf úti eða hjá kunningjum sínum, ef það var hægt. Hann var búinn að lóga frakkanum og öllu. Hann gekk í hnéháum gúmmístíg- vélum með buxnaskálmarnar brettar nið- ur í. Hann lifði bara á því, sem Mar- teinn gaf honum, og var öllum stund- um í Skugga-kaffi, eins og þið vitið. Hann fór í heimilið inn frá“. (Niðurlag næst). Utvarps- AUGLtSINGAR og TILKYNNINGAR Afgreiddar frá kl. • til 11 og 16.00 til 18.00 alla virka daga. Sunnudaga og helgidaga kl. 11.00—11.30 og 16—17, eigi á öðrum timum. Simi 1096. Happdrætti Hdskóla íslands DregiS verSur í 2. flokki þann 10. febrúar. — 350 vinningar. Vinningsupphceðin er kr. 123.400,00 Hcesti vinningur kr. 15 þús. Dragið ekki að endurnýja. ^JJappJrœtti JJáihóia JJifanJó Brunabótafélag Islands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsinu (sími 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.