Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 3
trrVARPSTÍÐINDI 123 koma út hálfsmánaöarlega. Argangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramól. — Afgreiðsla Hverfisgötu 4. Sími 5046. Heima- sitni nfgreiðslu 5441. l'óstbox 907. Útgefnndl: H.f. Hliislaiulinn. Prentað í Isafoldar-prentsroiðjn b.f. Ritstj. og ál)yrgðarmenn': VHhjálm- ur S. Vilhjiflrnsson, Brávallagölu 50, simi 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. ________________________________ Þjóðin og lausavísmr Vetrardagskráin að enda EKKERT RIT, sem gefið er út hér á landi nú leggur eins mikla áherzlu á að geta birt lausavísur og Útvarpstíðindi. Þetta hefur verið frá upphafi siður þessa rits og þrá- faldlega verður maður var við hve vinsælt það er. Stundum er því haldið fram, að áhuginn fyrir lausa- vísum sé dvínandi, en ekki verða Útvarpstíðindi vör við það. Þvert á móti berst þeim mikið af lausa- vísum og mjög oft hvatningarbréf um að birta sem mest af slíku efni. Eitt slíkt bréf barst okkur nýlega frá Andrési H. Valberg á Sauðár- króki. Hann segir meðal annars í bréfi sínu. „Ég þakka ykkur fyrir allan þann fróðleik og þá skemmtun, sem þið hafið fært mér í bundnu og óbundnu máli. Ég hlakka alltaf til að sjá hvað þar birtist nýtt, sérstaklega hefi ég áhuga fyrir kvæðum og lausavísum, sem oft eru prýðilegar og eftir ýmsa höfunda. Vildi ég gjarnan að þær væru fleiri en verið hefur, eins vildi ég láta ykkur hvetja landsmenn til þess að senda afkvæmi anda síns, ferskeytlurnar, meira en þeir hafa gjört. Einnig hefi ég hið mesta yndi af því, er menn kveðast þar á, hvort heldur eru karlar eða konur, mundi það ekki eingöngu verða lesendum til skemmtunar, heldur og til þroska og þjálfunar þeim, sem tækju þátt í ljóðagerðinni, saman ber Helgi Hjörvar og Ólína Jónsdóttir. Ólína þekki ég vel og tel hana með beztu ferskeytluskáldum. Mest elskar hún hringhenduna, enda beitir hún henni af mestu list. Því er haldið fram, að aðeins eldra fólk hafi gaman af vísnagerð og þó sérstaklega kveð- skap. Þetta er mikill misskilningur, því að hér í Skagafirði og víða annarstaðar, meira að segja í Rvík, hefi ég orðið var við, að æskulýð- urinn hefur góðan smekk fyrir vísur og kveðskap. Það er vel farið, því að þetta er gömul og góð list, sem ekki á að falla í gleymskunnar skaut. Kveðskapur er t. d. sérstæður hjá okkur Islendingum. En mér virðist hann því miður mjög víða fótum troðinn, og góðir kvæðamenn aðeins, fáir orðnir til, þó eru þeir helzt til sveita. Ekki vaxa þeir í áliti hjá mér, þessir fínu hei’rar og móðins dömur, sem loka fyrir útvarpið þá sjaldan að kveðið er þar, og segir, að nú sé vitlausi karlinn kominn á stað. En hvað mundi þetta „fína óg menntaða fólk“ segja, ef það sæi

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.