Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 11
OTVARPSTÍÐINDI 131 Gunnl. Briem svarar fyrirspurnum Um orku og langdrægi VEGNA FYRIRSPURNA í Út- varpstíðindum (í febrúarmánuði) um orliu og langdrægi útvarpsstöðv- árinnar, vil ég biðja Útvarpstíðindi að birta eftirfarandi svar. Sökum þess hve spenna rafveit- unnar í Reykjavík hefir verið ójöfn og oft mjög lág í vetur, hefir orka fjöruðu þau flóð aftur? Nú getur ekki því vérið til að dreifa, að vatn, sem nemur allri þeirri þurrð, hafi bundizt aftur í jöklum. — Þetta skýra menn þannig: í þeim löndum, sem huldust jökli, svignaði jarð- skorpan íliður undan þunga hans, en þegar jökulinn tók upp, lyftust löndin aftur. Lyfting landanna gekk seint vegna tregðu jarðskorpunnar, en yfirborð sjávarins hækkaði alveg um leið og jöldana leysti. Þess vegna vann sjórinn á í bili og gekk á land. A jökulskeiðunum svignuðu löndin mest niður þar, sem jökullinn var þykkastur. Og á sömu stöðum lyft- ust löndin mest aftur, þegar farginu létti. Þetta skýrir fyrir okkur, hvers vegna hinar fornu strandlínur eru hæstar yfir núverandi sjávarborði þár, sem þær ná lengst inn í land (t. d. í uppsveitum Árnessýslu): Þar var fargið þyngst og léttirinn að sama skapi mestur. útvarpsstöðvarinnar verið mjög breytileg eða milli 13 og 80 kílowött í loftnet. Þannig hefir oft ekki verið hægt að byrja hádegis- og kvöld- útvarp nema ,með lítilli orku, en hún hefir svo verið aukin smám saman eftir því sem rafveituspenn- an leyfði. Þetta ófremdarástand lagast þó væntanlega alveg á næst- unni, þegar nýja eimtúrbínustöðin við Elliðaár tekur til starfa. Síðan útvarpsstöðin fékk 100 kíló- watta magnarann árið 1938 hefir það verið föst regla að útvarpa morgunfréttum og jarðarförum með 16 kílówatta orku, en öðrum dag- skrárliðum með 100 kílówatta orku eða eins nálægt því og rafveitu- spennan leyfði. Ástæðan til þess að útvarpa morgunfréttum og jarð- arförum með lítilli orku, mun upp- haflega hafa verið sparnaðarvið- deitni, þar sem það er tiltölulegá dýrt að setja 100 kílówatta-orkuna 'á fyrir mjög stuttan dagskrárlið, og þess síður táíin þörf á þeim tíma dags, er truflanir frá erlend- um stöðvum eru minnstar. Síðan hefir ein ástæðan bætzt við, eða nauðsyn þess að spara notkun 100 kílówatta magnarans, þar sem hann hefir nú um hálfs árs skeið verið rekinn án varalampa, vegna þess að innflutnings- og gjaldeyrisleyfi hafa ekki fengizt til kaupa þeirra. Guðmundur Kjartansson.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.