Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 13
ÚT V ARPSTÍÐINDI 133 100 kílówöttum. Ef sjór væri á milli, þyrfti ekki einu sinni helming úr kílówatti. Ef útvarpsstöðin væri ekki hjá Reykjavík, heldur við suður- strönd landsins, þyrfti orka hennar ekki að vera nema bi’ot af því, sem nú er, til þess að heyrast eins vel á siglingaleið til Englands. Svo mik- il er dreyfing rafaldnanna um land- ið þessa stuttu leið milli Reykja- víkur og suðurstrandarinnar. Af þessum ástæðum geta erlendar stöðvar, sem eru við sjó eða í landi, sem leiðir raföldur vel, heyrst betur á Austfjörðum, þótt orkan sé rninni eða fjarlægðin meiri, t. d. lang- bylgjustöð á vesturströnd Noregs. Þegar dimmt er, koma og önnur atriði mjög til greina, svo sem end- urkast rafaldnanna frá háloftunum, en það veldur því, að styrkur fjar- lægra stöðva margfaldast á kvöldin, jafnvel stundum svo, að svarar til þúsundfaldrar orku miðað við það, sem er um hádegið. Ennfremur get- ur sama stöð heyrst betur á kvöldin í 700 km fjarlægð heldur en í 300 km fjarlægð. Við mælingar, sem ég gerði á Austfjörðum haustið 1937, reyndist styrkaukningin á kvöldin, að svara til 100—2000-faldrar oi'ku- aukningar á Droitwich-stöðinni í Bretlandi, 100—200-faldrar á Mo- tala-stöðinni í Svíþjóð, 100—400- faldrar á Kalundborg, en aðeins 2—4-faldrar á Vigra á vesturströnd Noregs og tvöfaldrar á útvarpsstöð- inni í Reykjavík. Hinsvegar var Vigra einasta stöðin, sem hafði um hádegið svipaðan styrk á Austfjörð- um og 16 kílówatta stöðin í Reykja- vík (á 1442 metrum). Hinar erlendu stöðvar voru þá (um hádegið) allar mun veikari þar. Nokkru áður en heimsstyrjöldin hófst, lét danska símastjórnin mæla styrk Reykjavíkurstöðvarinnar eins og hann var á daginn í Færeyjum og reyndist hann þar svipaður og hér á Austfjörðum. Þess hefir oft verið getið, að örð- ugt sé að heyra útvarpsstöðina okkar erlendis. Þetta stafar ekki aðeins af því að illa leiðandi land er á milli, heldur líka af því, að viðtökuskil- yrðin í Evrópu eru víðast hvar miklu lakari, vegna þess að þaðan er styttra til miðjarðarhafslínu, og þar er fjöldi sterkra, nálægra stöðva, er trufla, og ennfremur meiri raf- magnstruflanir í grend við stórborg- ir. Þar eru og að jafnaði notuð ófullkomnari loftnet hjá útvarps- hlustendum heldur en hér. Útvarpsstöðin dregur lengst í vest- urátt yfir hafið. Hún heyrist mjög vel við vesturströnd Grænlands, og að jafnaði í Færeyjum óg víða á vesturströnd Noregs, en annarsstað- ar illa. Þó er bylgjulengd hennar mæld daglega í Belgíu. Samanburður fyrii’spyrjanda á styrk eða langdrægi útvarpsstöðvar og radíóvita er ekki réttmætur, nema hún sé á sama stað og útvai'pi einum tón nxeð fullum styrk. Við útvai'p er hljóðstyrkui'inn mjög bi'eytilegur, t. d. frá hvísli upp í hátt kall. Radíóvitimx er hinsvegar ávallt stilltur á hámax'k, þar eð tónninn hefir stöðugan styrk, og hann er að jafnaði við sjó og leið rafaldnanna fx'á honum til viðtæk- isins yfir sjó. Vona ég, að það sem hér hefir verið sagt, veiti fyrirspyrjendum noklaira úrlausn. G. Briem.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.