Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 14
134 ÚTVARPSTÍÐINDI Hér fer á eftir niðurlag á bréfi frá þingeyskri konu: Og þá cr 6g koiniri að því, sem mig hefir lengi langað til að minnast á í sambandi við barnatíma útvarpsins um jólin, en það er, a‘S mér finnst óviðeigandi að syngja jóláþulur innan um jolásálma — og eldci einu sinni jólaþulur. heldur hversdagslegar barnagœl- ur, harla innantómar, eins og t.d. ,,Göng- um við í kringum einiberjarunn" og „Gekk ég yfir sjó og land“ o. s. fi*v., að syngja þa'S á eftir sálmum eins og „í Betlehem er bam oss fætt“ og „Heims um ból,“ sem yfir hvílir aldagömul helgi. Miklu óílilhlýði- legra en þetta, er þó þaS að veita jóla- sveini móttöku á sjálft jóladagskvöld, með öllum þeim skrípalátum, sem hann við hefur. Fáir munu neita því, að jóladagur- inn sé helgur dagur í orðsins sönnustu merkingu. Ýfir honum á að hvíla blær tiginnar helgi. Ef menn læra ekki a'S líta þannig á hann þegar í bernsku er hætt við a'ð ]iað verði seinlært, þrátt fyrir auk- inn þroska með reynslu árannn. Mun ekki dýrð jólasálma og helgisagna fölna í vitund bárnanna, sumra að minnsta kosti, þegar jólasveinninn kemur í gyllingárgerfi sínu fullur af skrípalátum og tröllasögum og fleiru slíku? Vilja ekki uppeldisfræðing- arair svara þeirri spumingu1? Eg vil leyfa mér að bera fram þá ósk við yfirvöld út- varpsins að þau breyti tilhögun barna- tímanna um jólin á þann veg, að á jóla- dag verði einkum sungnir jólasálmar og leikin jólalög, lesin jólakvæði, fluttar frá- sagnir um jólin og lesnar fallegar, lror- dómsríkar sögur, sem laða til íhugunar og alúðar. Af slíkum sögum eigum við þegar allmikiS. Vil ég í þcssu sambandi m. a. minna á sögur frú Guðrúnar Lárus- dóttur sem hún samdi fyrir bernskuna og æskuna og sem er hver annari fegurri. En það er einkennilegt, að flestir þeir, sem staðið hafa að og stjóma'ð barnatímum útvarpsins virðast hafa sniðgengið þessar sögur og aSrar líkar. Þótt margar ágætar sögur og frásagnif komi fram í bama- tímunum, virðist um ■ of seilst eftir áhrifa- litlum ævintýrum, lélegum þujum og því- líku. Við þessu er betra að gjora nú síðan yngstu hlustendunum var iithlutað tíma, sérstaklega, á ég þar við barnatíma frú Katrínar Mixa á miSvikudögum. Em þeir, að ég hygg, góð og þörf nýjung. En um leið og þetta er viðurkennt sem rétt er, getur það ekki skoSast nein dæmafá frekja, þótt sú krafa sé borin frain, að aukin fyll- iijg sé lögð í barnatímana á sunnudags- kvöldum, þá hlusta líka margir með börn- unum. Eg hefi heyrt ýmsa fullorðna segja, aS þeim þyki góðir barnatímar éinhver bezta gjöf útvarpsins. En þetta var nú útúrdúr. .Eg endurtek það, að mér finnst jólasveiuinum ofaukið í útvarpssalnum é sjálft jóladagskvöld — engar jólasveins- heimsóknir þá, en á annan í jólum er hann ómissandi, þá er sjálfsagt að fagna honum vel, láta hann syngja og tralla og vaða elg mælskunnar! Á annan væri rétt aS láta hljóma létt lög og létt hjal — gjöra það að verulegu skemmtikvöldi! Á því kvöldi á ekki að lesa lexíu eins og þá sem Hjörvar las á aunan dag jóla nú. Hann hefði áreiðanlega getað fundið ánægjulcgra efni, án þess að ofþreyta sig á leiiinni. Það er harla lítil jólagleði í ]iví, hvórt heldur í hlut eiga ungir eðu aldraðir að heyra frásögn um lítil börn, •sem voru ein upp á reginheiði hjá líki föður .síns, umkringd myrkri og kvíða — og úti í myrkrinu, fönninni og auðninni visau þáu af móður sinni — einu lífverunni, sem þau gátu sett traust sitt á. Það er 'sama hversu vel þetta er stílfært og áheyri- lega lesið, það verður að fölskum hljómi á þessu kvöldi, þegar aðeins ein harpa á að óma, skært og þýtt — harþa gleðinnar. Eh annars cr það nú samt svo með bama- tímana, að það er í miklum meirihluta, seiu' vel er gjört og fyrir það ber að þakka — í einlægni. Þá. er jáladagslcráin að fráteknum jólamessunum og jólatónlcik- unúm var hún sú sízta, sem ég man eftir. En það þarf nú ekki mikinn mann til

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.