Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 15
ÚTV ARPSTÍÐINDI 135 aS sletta athugasemdum og álösunum og það er víst ekki vandalaust að bera fram hátíðamat fyrir heila þjóð, svo að henni geðjist vel að og standi ánœgð upp frá borðum. Og’ nokkur atriði vil ég nefna, sem ég varð hrifin af. Á aðfangadags- kvöld var hátíðlegt útvarp sem vera bar: Aftansöngurinn úr Dómkirkjunni unaðs-' Jegur, orgelleilcur Páls ísólfssonar samur við sig og einsöngur frú Guðmundu Elías- dótlur með því bezta, sem heyrst liefir hér við svipuð tækifasri, fór þar saman fögur rödd og látlaus og listræn túlkun. Ávarp sr. Friðriks Hallgrímssonar var fagurt og umhugsunarvert og var ánægju- legt að fá að heyrá einu sinni cnn til þessa aldna, ágæta kennimanns, sem um svo mörg undangengin ár, flutti þjóðinni fagnaðar- boöskap jólanna úr æðstu kirkju landsins. Á jóladag var hátíðamessa biskups það athyglisverðasta, sem útvarpið flutti, — en hún var líka ósvikin perla. Jólagestir útvarpsins á annan dag jóla voru fátæk- legir og fréttasnauðir, jafnvel Pálmi rektor mun hafa brugðist vonum alls þorra hlust- enda og sannast það enn sem oft áður að ,,svo bregðast krosstré sem önnur tré.“ Á sunnudaginn milli jóla og nýjárs var út- varpað úr Dómkirkjunni mjög ánægjulegri barnaguðsþjónustu og að kvöldi þess dags flutti sr. Jóhann Hannesson ágætt erindi, er hann nefndi „Ríki maðurinn og Lazarus í Kína.“ Mánudaginn næstan á eftir flutti sr. Jakob Jónsson prýðilegt erindi um dag- inn og veginn. Þá var einnig leikin hin unaðslega hljómsyrpa Árna Björnssonar „Heilög jól.“ Að síðustu las sr. Sigurður Einarsson sögukafla úr bókinni Anna Bo- leyn — hinn eftirtektarverðasta kafla. Á þriöjudaginn flutti svo Grétar Fells eitt sinna alkunnu snilldarerinda, er hann kall- aði „Friður á jörðu.“ Á gamlaárskvöld var gott útvarp, ávarp forsætisráðherra hið snjallasta og „Annáll ársins“ hrein perla sem jafnan áður. Ætíð hefir Yilhjálmur Þ. Gíslason gott að flytja, en þessir þættir erú þó hans dýrsta gjöf til hlustenda. t þeim birtast sameinaðir allir hans heztu hæfileikar, að því er virðist, en V. Þ. G. er eins og alþjóð er kunnugt meistari í orðsins list og auðugur af skilningi. Ekki vil ég skilja svo við þetta gamlaárskvöld, að minnast ekki á aftansönginh úr Frí- kirkjunni, hann var svo unaðslegur, öll hljómlistiu hrífandi og ræða sr. Árna, önd- vegisræða, lík á sínu sviði og ræður bisk- ups og sr. Jóns Auðuns á jólunum. Þegar ég hlusta' á slíkar ræður sem þessar, hug- leiði ég oft hvílík alúð, hvílík trúfesti og kostgæfið starf liggur að baki slíkrai- orðsnilldar og myndauðgi. Hvilíkt rithöf- undastarf er fólgið í predikunum prest anna. Eg hygg, að þeir séu margir, sem ekki gefa ,þeim þann gaum, sem vert er. Stundum falía um prestana orð á þessa leið: „Þó það nú vreri, að þeir gætu komið með góðar ræður, þeir sem grúska svo í þessu og hafa ekki svo tæpan tíma.“ Og stundum hefir verið farið virðingarsnauð- um og heldur ómaklegum orðum um pré- dikunarstarf presta þeirra, sem oftast flytja ræður í útvarpið, bæði í „Röddum hlust- tmda“ í Útvarpstíðindum og víðar, líkt og jiað sé litið hornauga. Þetta er órétt, og ekki til sóma þeim, sem það gjöra og öðrum, sem kunna að líta líkt á þessi mál og eru fullir tómlreti, 'ef ekki vanþóknun gagnvart starfinu og stéttinni. Sannleikur- inn er sá, að útvarpið hefir á liðnum ár- um flutt út til fólksins mikið af gullfag- urri hljómlist og margar góðar og glæsi- Ávallt glæsilegt úrval af öllum tegundum skófalnáSar. LÁRUS G. LÚÐVÍGSSON Skóverzlun

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.