Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 16
136 ÚT V ARPSTÍÐINDT Tóntöfrar 5AGA EFTIR 5IGURÐ B. GRDNDAL I. FUGLARNIR hafa ekkert sungið, það sem af er dagsins. Ég hefi að minnsta kosti ekkert heyrt til þeirra! En sú undursamlega kyrrð, og ofsalegi hiti. Þarna liggja kettling- arnir mínir, littlu agnirnar, niar- flatir og teygja úr löppunum. Nú hafa þeir leikið sig dauðþreytta — það gljáir á þriflega skrokkana! Það er ekki frítt við, að hitinn hafi undarleg áhrif á mig. Mér bregst það ekki, að eitthvað dulrænt kemur fyrir mig, sálrænt atvik, því ég er næstum því lamaður af hitanum. Og kyrrðin er óviðkunnanleg, og það er geigur í mér við henni. Ég fer og leik mér að kettlingun- um mínum. Ég leggst niður og slít upp puntstrá, sem ég ætla að kitla þá með. Svona já, litlu angarnir. Nei ekki dugar þetta, þeir verða svo ofsa- lega kátir — þrátt fyrir hitann — að þeir hlaupa upp á brjóst mitt og framan í mig, heimskingjarnir — þeir klóra mig. Ég stend upp, en þá hanga þeir í mér. Annar á öxlinni, en hinn í ann ari buxnaskálminni. Ég hristi þá af mér. Burt með ykkur, kisi! Strax fékk ég samviskubit, því legar ræöur frá guðshúsum höfuðstaSar- ins. Utvarpsmcssurnar eru því án efa ómetanlcgur menningarþáttur. MeS þeirri fullvissu vil ég ljúka þessum línum og þakka allt, sem útvarpiS hefir vel gjört — jafnt á hátíSum sem hversdagslega." hræðslan er svo augljós í svip þeirra — en svona er ég! Ég geng spölkorn frá þeim, og leggst aftur niður. Grasið bærist ekki, því ég tel það ekki, þó einstaka strá svigni, þegar fiðrildi sezt á það! Ég sný mér við og leggst á grúfu og horfi niður í mosann og lyngið. Það er kvikt af lífi, sægur lítilla skor- dýra er á ferli fram og aftur. Ég tek strax eftir stórri könguló, sem fer hratt yfir, ég velti mér á hliðina, til þess að fylgja henni eftir með augunum, og þá kem ég auga á Smárablómið. Ég velti mér að því, þau eru þar nokkur, anda djúpt að mér — drekk angan þeirra! Ég dreg andann þungt að mér, hvað eftir ann- að. Svo rís ég upp, og slít upp stærsta blómið, ber það að vitum mér, og fram á varir mínar koma orðin — angan lífsins. — Um leið og þessi orð koma fram á varir mér, hljómaði stef fyrir eyr- um mínum. Ég þekki þegar hljóm- brotið, það er úr sjöundu hljómkviðu Beethovens, ég raula stefið og rölti svo spölkorn, eins og í leiðslu! Ég hefi labbað drjúgan spöl, og er kominn niður undir mýrarfláka, þar eru fífubreiður svo mjallhvítar og bærast ekki. Ég leggst niður og slít upp stóra fífu, og set hana í hnappa- gatið hjá smárablóminu — lít svo yfir fífubreiðuna silkimjúka — þá sýgur á mig höfgi. Ég man eftir undursamlegri kyrrð — og í vitund

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.