Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 19
tJTVARPSTlÐINDI 139 hildi. Þetta samband, sem er á milli okkar, verður mér torskilið, og öll framkoma hennar gagnvart mér er mér ráðgáta. Líklega þekki ég hana ekki nógu vel? — — Er það nú staður, sem maður er á, ekki svo mikið sem róðrarbátur er hér til, heyri ég að sagt er uppi yfir mér. Ég þekki röddina, það er Brynhildur. — Er mótorbáturinn nú ekki not- andi? — Það er meira gaman að róa! Nei, mótorbátar eru leiðinlegir, ann- aðhvort árar eða segl. Annað er ekk- ert sport. Hún sezt niður hjá mér. í mínum eigin augum er Brynhildur falleg stúlka. Augun gáfuleg og ögn glettn- isleg, allur yfirsvipurinn bjartur og heillandi. — Maður gæti haldið, að þú værir uppalin við sjó, Brynhildur, fyrst þú vilt róa. — Nei, ég er uppalin norður við Mývatn, og ég hefi oft róið á vatninu. En svo hefi ég líka siglt á glerhál- um ís. — Svo þú hefur þá átt skauta- segl? — Já, einmitt, og það er reglulega skemmtilegt að sigla á skautum. — Já, einmitt. Ekki hefur mig grunað það. Því þá? Hefi ég kannske ekki það útlit að geta siglt á skautum? — Þú lítur svona í og með vel út.' — í og með! Hvað er nú það? — Það er, að ytra útlit þitt sé töfrandi. — Einmitt! En hvað um það innra. Sérðu það líka? — Ef til vill. Augun og svipbrigð- in eru spegill sálarinnar, geðbrigð- anna og hugans. — Og hjartans, bætir Brynhildur við og hlær. Fyrir nokkrum árum sat ég hér oft áður, og hlustaði hugfanginn á svanasönginn, niður á vatnsósunum. Þá horfði ég á svanina synda fallega, og hverfa úr augsýn, eins og hvíta sólskinsbletti. Nú eigi ég aðeins dökk- an díl úti í fjarskanum. Ég fylgist með honum í því að hann nálgast. Brynhildur hefur lagzt á bakið, og breitt rauðan silkiklút yfir andlitið. Hún liggur hreyfingarlaus og kurt- eislega. Ég sit og stari út yfir vatns- flötinn, silfraðan og gáraðan. Úti í blámóðunni stækkar depillinn. Nú heyri ég skvampið í árunum, þegar þær spæna yfirborð vatnsins. Nú flýgur setuliðsflugvél yfir, og hún fer ekki síður glannalega, heldur en hin í morgun. Þessi virðist steypa sér ofan af f jallsbrúninni og yfir bæ- inn, sem stendur undir fjallshlíðinni. Hún hverfur sjónum. Eftir nokkur augnablik sé ég reykjasúlu stíga til lofts. Brynhildur trúði mér ekki, þegar ég sagði henni, að flugvélin hefði hrapað. Ég þreif í handlegg hennar. Þá reis hún upp. Þegar hún sá reykj- arsúluna stíga til himins andvarpaði hún, greip höndum um brjóst sér og ásakaði mig. — Og þú situr hérna, og horfir á þetta? — Já, hvað annað? svara ég. — Jæja, það er kannske réttast, segir hún og hallar sér aftur út af. Ég veit ekki hvort hún sefur, en hún byltir sér á hliðina, og snýr and- litinu að mér. Varirnar eru saman-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.