Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 4
268 ÚTV ARPSTÍÐINDI að annar hópurinn telji að ekki þurfi að byggja útvarpshús, heldur sé á- ætlunin um bygginguna sem legið hefur fyrir allt of há og byggingin glæsilegri og íburðarmeiri en efni standa til og sé sómasamlegt fyrir okkur sem smáþjóð. Að þessu sinni verður ekki blandað sér í deilur um þetta, en á hitt bent að slíkar deilur geta ekki og mega ekki verða til þess að svæfa málið fyrir fullt og allt. f gagnrýninni sjálfri á þær tillögur sem fram hafa komið liggur beinlínis viðurkenning á nauðsyn húss fyrir Ríkisútvarpið, þar sem öll starfsemi þess geti farið fram, svo að meiri árangur náist og almenningur í landinu, sem allur nýtur nú orðið útvarpsins finni að það er stofnun þess og að það vilji af heilum hug verða þjóðinni sú lyftistöng menningarlega, sem það getur orðið og eðli þess er til að verði. Allir þeir sem hafa vakandi áhuga fyrir velferð útvarpsins ættu að vinna þessu máli gagn, forðast að láta aukaatriði koma til greina í um- ræðum um það og stefna einhuga að því að útvarpshúsið komist upp hið allra fyrsta. ÚTVARPSVIÐGERÐASTOPA OHÓ B. Árnar Ktapparstlg 16 Revkjavlk *nnant allskonar viögerðir á útvarp* taekjum og öðrum skyldum tækjum Fyrita flokks vinnustofa og góðir starfs- kraftar. Sanngjarnt verð. — 20 ára reynsla — Sfml 2799 oooooooooooooooooooo RÍKISIJTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Síml 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjórnin) hefur yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur út- varpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Sími frétta- stofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna meö skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingasími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Síml verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFTAN annast um hverskonar vlðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimilil AUir lands- menn þurfa að elga kost á þvl, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heims- Ins. RQdsútvarplS.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.