Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 6
270 ÚTVARPSTÍÐINDI öðrum fulltrúum frá Austur-Evrópu að þeir gætu ekki talið samþykktina gilda, þar sem ekki hefði verið hafð- ur sá háttur á um atkvæðagreiðsluna sem þeir höfðu óskað. Aðrir full- trúar töldu málið afgreitt. Að þessu loknu risu upp deilur um inntöku þjóða og þátttöku í ráðstefnunni. — Rússar kröfðust að upptökubeiðnir Eystrasaltslandanna yrðu samþykkt- ar og kröfðust þeir jafn vel að Finska Karelía yrði einnig tekið inn sem sér- stakt ríki. Hafa enn ekki borist fregnir af því hvernig þessum deil- um lauk, en að minnsta kosti situr ráðstefnan enn og enginn árangur hefur náðst. Hafa dönsku blöðin jafn vel gefið í skin að þetta yrði nokk- urs konar eilífðarráðstefna. Hins vegar hefur heyrst að gert sé íáð fyrir að ráðstefnan hætti störfum í síðasta lagi 11. september. bað var aldrei gert ráð fyrir því að deilt yrði svo lengi um formsat- riði og alger aukaatriði eins og raun er á. Hitt töldu menn líklegra að að- aldeilurnar myndu verða þegar ætti að fara að úthluta bylgjulengdum til hinna ýmsu þjóða. Það er vitað mál að þetta veldur deilum og það er ef til vill skiljanlegf. En nú óttast menn að það megna ósamkomulag sem á sér stað á ráðstefnunni verði til þess að ekkert samkomulag náist um að- alatriðið, skiftingu útvarpsbylgna milli þjóðanna. Ef ekkert samkomu- lag verður í þeim efnum getur maður búizt við stríði í loftinu, útvarps- stríði. Hver er leikrita- höfundurinn Jón snari? Undanfarna mánuöi hefur nýtt höfundarnafn komið fram í útvarp- inu, leikritahöfundurinn Jón snari. Hafa síðan síðastliðinn vetur verið leikin fjögur leikrit eftir þennan höfund í útvarpið og hal'a öll orðið mjög vinsæl og vakið gleði. Fyrst var ,,Til þess eru reglugerðir“, annað „Seðlaskipti og ást“, þriðja ,,A tvennum vígstöðvum“ og hið fjórða „Ástandið í Symbolisíu“, sem leikið var á frídegi verzlunarmanna, 2. ágúst. Það er víst óhætt að fullyrða það, að engir gamanleikir, sem leiknir liafa verið í útvarpið hin síðari ár, hafi átt eins miklum vinsældum að fagna og þessir fjórir leikir, nema ef vera skildi að leikir Lofts Guð- mundssonar hér á árunum hafi slag- að upp í þessa. Leikritin eru að minnsta kosti á köflum bráðfyndin, en oftast með sárum broddi um ástandið í ýmsum málum og virðist höfundurinn ráða yfir ágætri kímnigáfu og úm leið glöggri tilfinningu fyrir því sem mið- ur fer í þjóðfélaginu. Hann stingur og á kílunum, meinlega á stundum en þó allt af með gletni í augnakrókun- um, en sagt er að háðið bíti allt af bezt og sé skæðara vopn en hinar bitru skammir. 'Margir íslendingar hafa kunnað að skammast, en þeim hefur verið miður lagið að beita háð- inu, enda er sagt að Islendingar séu

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.