Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 12
276 ÚTVARPSTÍÐINDI GESTAKOMA Smdsaga eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestsbakka ÞAÐ HEYRIST HÓFASLÁTTUR niðri á melunum. Telpan lítur upp frá leiknum og rýnir út í kveldrökkr- ið. Hestarnir færast nær, maður og kona koma ríðandi heim að túninu. Hún flýtir sér að opna hliðið og stend- ur síðan kyrr og bíður. Þau ríða inn fyrir hliðið. Konan lítur ekki við, en maðurinn kastar vingjarnlega kveðju á telpuna. Svo ríða þau heim trað- irnar. Telpan lætur hornin sín eiga sig og röltir á eftir. Þau eru komin heim að bænum þegar hún nær þeim, og standa heima á hlaðinu hjá hestunum sínum og tala við húsmóðurina. Þeim er boðið að vera í nótt, því það er orðið fram- orðið, og þau þiggja boðið. Svo er sprett af hestunum, og telpan teymir þá út fyrir tún og heftir þá þar. Það er orðið nærri aldimmt, svo hún á bágt með að varast steina í götunni, þótt hún þekki þá eins og hendurnar á sér. Gestirnir sitja inni í baðstofu þeg- ar hún kemur heim, og það er matur á borðum. Hún fer sjálf fram í eld- hús og borðar kveldmatinn sinn þar, þvær sér lauslega í framan og um hendurnar og er svo heppinn að eng- inn tekur eftir því, hve lauslega það er gert. Svo fer hún inn í baðstofu. Fólkið situr enn þá við borðið. Hún heyrir manninn kallaðan Helga. Hann talar við húsbændurna og seg- ir ýmsar fréttir. Hann kemur vestan af fjörðum og er að sækja konuna sína, hún hefur verið í heimsókn hjá systur sinni, konunni á Hóli, um hálfs mánaðar tíma. —; „Nú fara haust- annirnar bráðum að byrja, og þess vegna brá ég mér hingað suður og sótti hana“, segir maðurinn. Konan segir ekkert. Hún er búin að borða og situr grafkyrr með hendur í skauti sér og starir út í bláinn. Svo er farið að hátta. Ókunnugu hjónunum er vísað til sængur í gestarúminu. — Konan afklæðir sig og leggst upp við þilið, en maðurinn sezt á rúmstokk- inn og heldur áfram að spjalla við fólkið á meðan hann háttar. Ljósið er slökkt og baðstofan fyll- ist andardrætti hinna sofandi. Sum- ir hrjóta ofurlítið, aðrir blása við. Telpan liggur vakandi og hlustar. Hún getur greint andardrátt allra heimilismanna og hún heyrir líka andárdrátt ókunnuga mannsins, djúpan og svefnugan, en andardrátt konunnar heyrir hún ekki, hún er kannske ekki sofnuð ennþá. Telpan liggur kyrr og hugsar eins og hennar er siður þegar hún hefur fengið eitthvert nýtt viðfangsefni að glíma við. Hún fer að hugsa um gesta- komuna og sér í huga sér allt sem gerðist. Hún sér hestana koma út úr kvöldrökkrinu eins og tröllauknar myndir og bera við himin. Sér mann- inn, sem kinkaði kolli til hennar um leið og hann fór framhjá, og konuna, sem sat hreyfingarlaus á hestinum og hvarf í rökkrið, þögul eins og vofa. Hún sér hnakkana, sem sprett var af og lágu á kálgarðsveggnum. —

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.