Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTÍÐINDT 279 FYRIRSPURN TIL GUNNLAUGS BRIEM Sigurður Lárusson skrifar eftirfarandi bréf, en það hefur beðið birtingar nm skeið eins og það raunar ber með séi-: „1 öðru marzhefti Útvarpstíðinda 1948, svarar Gunnlaugur Briem verkfræðingur útvarps- ins fyrirspurnum. í sambandi við þetta dettur mér í hug, að spyrja Gunrilaug Rriem, hvort austfirzkir útvarpsnotendur megi ekki treysta því, að jafnan framvegis verði öllu útvarpsefni, útvarpað með fullri orku, þar sem raforkustöðin við Elliðaár er þegar tekin til starfa. — Eg vænti þess að Gunnlaugur Rriem sjái sér fært að svara þessari spurningu í Útvarpstíðindun- um við tækifæri. — Það gladdi mig mjög, þegar þátturinn Lög og létt hjal var tekinn upp aftur í haust, eftir of langa hvíld. Eg felldi mig sæmilega við fyrstu þættina og hlustaði með vakandi athygli og velvild á þá. Friðrilc Sigurbjörnsson. Rétt fyrir jólin lét Friðrik Sigurbjörns- son svo ummælt, að vonir stæðu til að þátturinn gæti orðið einu sinni í hverrí viku eftir áramótin. Þetta varð þó nokkuð á annan veg. Rétt eftir áramótin hóf hann starfið að nýju og flutti einn þessara þátta. Af sérstökum ástæðum átti ég þess ekki kost að hlusta á þennan þátt og legg því engann dóm á hann. — Svo liðu fimmtu- dagskvöldin hvert af öðru án þess að hann væri svo mikið sem nefndur á nafn í útvarpinu. Loks, miðvikudaginn 10. marz, heyri ég þegar dagskrá fimmtudagsins 11. marz er lesin, að þessi þáttur er aftur nefndur. Ég var þá alveg hættur að vonast eftir þættinum oftar undir stjórn Friðriks Sigurbjörnssonar. Ýmsar hugsanir flugu mér í hug m. a. sú að stjórnandinn hefði verið veikur um lengri tíma og þátturinn fallið niður af þeim sökum. Nú mundi þessi skemmtiþáttur verða vikulega. Nú eru liðnar fimm vikur síðan 11. marz og ekkert heyrist í útvarpinu um þennann þátt. Veturinn er á enda og hvað þá tekur við í útvarpinu veit ég ekki. En hitt veit ég, að útvarpshlustendur hafa verið sviknir all freklega á þessum dagskrárlið þennan liðna vetur. — Um síðasta þáttinn vil ég aðeins segja þettá: Að mínu áliti var hann lélegastur allra þáttanna, sem Friðrik flutti á vetrinum og var þó'ekki úr háum söðli að detta mcð það. Mér fannst ekkert voru- lega fyndið við hann. Sá hluti hans sem snérist um heimsókn til flugvallarstjóra, eða hvað hann nú kallaði það, fannst mér frábærlega klaufalegur, hæði að efni og cfnismeðferð. Enn fremur fannst mér tím- inn sem hann valdi honum — að nýaf- stöðnu flugslysi — einstaklega ósmckk- legur. — Ég vona að Friðrik Sigurhjörns- son sjái sóma sínn í því, að koma ekki' oftar fram í útvarpinu með þennan þátt. Það sem á undaji er gcngið er nægileg ástæða til þess. Þulimir og fleira. Þátturinn Lög og létt hjal var um tíma ákaflega vinsæll, ég á þar við á meðan Pétur Pétursson og Jón M. Árnason sáu um hann. — Ég vil hér með leyfa mér að skora á útvarpsráð að reyna að fá þá Tétur Pétursson og Jón M. Árnason, til þess að taka- við þessum þætti á ný og ennfremur að það hlutist til um, að smá- vegist stífni einstakra manna, sem stjórna daglegum rekstri stofnunarinnar komi e.kki í veg fyrir, að við hlustendur fáum notið sem bezt útvarpsins. — Lítið þótti mér til batnaðar hreyting sú sem útvar.pið fann upp á í vetur þegar sá siður var tekinn upp að hafa sérstakann fréttaþul. — Fyrst í stað heyrðist mjög illa til hans hér. Það hefur þó lagast mikið. Sam't felli ég mig ekki við hann ennþá. Mér finnst röddin

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.