Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 16
280 ÚTVARPSTÍÐINDT allt annað en skemmtileg. Fyrir okkur sem búum fjarri Reykjavík og höfum oft slæm hlustunarskilyrði, finnst mér þessi breyt- ing vera sízt til bóta. Mér líkar afar vei við þá Pétur Pétursson og Jón M. Árnason sem þuli. Ennfremur allvel við Baldur Pálmason, sem oft hefur lesið tilkynn- ingar og stundum sagt fréttir. — Þó finnst mér Pétur Pétursson taka þeim öllum fram og vera snillingur í starfinu. — Útvarpið úr samkomuhúsum Reykjavíkur í vetur á fimmtudagskvöldum finnst mér lítil uppbót á niðurfellingu þáttarins Lög og létt hjal. Ég hefði miklu fremur kosið að leikin hefðu verið harmonikkulög af plötum þær klukkustundir. Ég fæ ekki annað séð, en að við sveitafólkið, sem þráum harmo- nikkulögin, höfum rétt til að fá sérstak- ann þátt vikulega, — helzt klukkustund í einu — sem sé algerlega helgaður harmo- nikkulögunum eins og djass vinirnir fá sinn sérstaka þátt vikulega, fyrir utan allt annað sem fell.st til í hverri viku af slíku útvarpsefni. Mér finnst einkennilegt hvað forráðamenn útvarpsins eru tregir að láta að óskum okkar í þessu efni. Ég teldi einnig mjög ákjósanlegt að danslagatím- unum á laugardags- og sunnudagskvöldun- um væri skipt niður í kafla, þannig að djassinn fengi sinn sérstaka tíma sem til- kynntur væri fyrirfram. — Ennfremur væri mjög æskilegt að þulurinn kynnti lögin t. d. þrjú í einu eins og sums staðar tíðkast. — Þá skal ég hætta þessu nöldri að sinni, vona að sem flestir láti til sín heyra í „Röddum hlustenda“ í Útvarps- tíðindunum og að forráðamenn útvarpsins taki til greina sanngjarnar kvartanir hlustenda. FYRIRSPURN UM FRÉTTAPLÖTUR S. S. skrifar á þessa leið: „Mér leikur forvitni á að fá að vita hvernig á því stendur að tvisvar sinnum hafa útsend- ingar á fréttaplötum frá útlöndum verið gjörómögulegar. Hvers vegna er verið að spila ónýtar plötur í útvarpið? Hvernig stendur á því að útvarpið skuli vera svo fátækt af dagskrárefni að það þurfi að setja í dagskrána efni eins og frásögn Helga Hjörvars af Snorrahátíðinni og erindi Björns Franssonar frá Svíþjóð fyrir nokkru? Það er alveg útilokað að dag- skrárstjórn útvarpsins hafi ekki verið kunn- ugt um það áður en plöturnar voru spil- aðar að þær voru ónýtar. Ég á að minnsta kosti ákaflega bágt með að trúa öðru en að dagskrárstjórnin reyni þær plötur sem hún fær erlendis frá, áður en að farið er að spila þær beint í eyru okkar útvarps- hlustenda. Ég vil fá skýringu á þessu og vona að Útvarpstíðindi geti gefið hana“. ATHUGASEMD Þessar fyrirspurnir eru ekki að ástæðu- lausu fram komnar. Erindi Helga Hjörvars um Snorrahátíðina var næstum eyðilagt, að minnsta kosti urðu sífelldar upptuggur hans á einstökum setningum og einstökum orðum svo kátbroslegar að menn fylgdust ekki með efninu, þó að ef til vill hefðu menn getað lesið dálítið í málið hefðu þeir haft erindið prentað fyrir framan sig. En það höfðu þeir að sjálfsögðu ekki. Útvarps- tíðindi spurðust fyrir um þetta strax og minntust síðan á það við Hjörvar eftir að hann kom heim. Hjörvar þaut upp reiður. „Platan var í fullkomnu lagi, þegar hún fór heim“, svaraði hann og hún var í ágætu lagi þegar hún kom til útvarpsins. En þeir hafa hér þannig lagaðan grammófón að hann eyðilagði allt. Hér var um teknisk mistök að ræða hjá útvarpinu“. Það er dáfallegt til afspurnar að útvarpið skuli ekki eiga grammófón til að spila plötur sem beinlínis eru teknar fyrir það erlendis. LEIKRIT JÓNS 'SNARA Útvarpstíðindum hafa borist allmörg bréf af tilefni leikrita Jóns snara, en um þau eru rituð nokkur orð annars staðar í þessu blaði. Jóh. Jóh. segir í bréfi sínu: „Leikrit karlsins hans Jóns snara í útvarpinu, ég held að þau séu orðin fjögur, eru skemmti- leg nýjung. Þetta er með allt öðrum hætti en flest önnur gamanleikrit sem okkur hefur verið boðið upp á. Hér er um að ræða leikrit sem taka til meðferðar á sinn hátt ýmislegt sem miður fer í okkar skrítna þjóðfélagi og þó að hér sé gert gaman úr hlutunum er þó allt af þung undiralda á

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.