Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 24
288 ÚTVARPSTÍÐINDI Jón Matthíasson sendir eftirfarandi vísur: Endurminningar. Óðarlindin leikur sér, létt hún hrindir trega. Fornar myndir fyrir mér falda yndislega. Vormorgunn. Fögur gnoðin fram á sjá, földuð voðum nýjum, morgunboðum blikar á. Bylgjast roði á skýjum. Lágnætti. Röðull leið um rökkurstund í Ránar breiðu arma. Þá voru heiða og sund sett dimmrauðum bjarma. Lindin í fjallinu. Lindin fjalla löngum er létt um alla glettu. Fram af stalli steypir sér í straumafalli léttu. Hún er lífsins ljóðadýs, lyftir hug og gleður, þegar lofsöngsröddin rís roðar dýrð og friður. Syngdu dátt og legg mér lið þá leiðir heimsins dala, berðu mig í blíðum klið til bjartra himinssala. /■ VORVÍSUR FRÁ AKUREYRI Tryggvi Emilsson kveður: Mig hefir vakið morgunblær, mildur af hvaki og hljómum. Þá er Akureyri kær, óska þakinn blómum. Rósir drjúpa rótt af fold, rennur að gnúpi dagur. Frjófgar djúpa dökka mold, daggar hjúpur fagur. Ylmur gróðurs angan blóms, allra stóð um gættir. Ást í blóði og unun hljóms, önnuðust góðar vættir. Hugann draga og heilla þar, himin fagur yfir. Grænir hagar, mildur mar, meðan dagur lifir. Kaldir vindar þagna þá, þýðum bindast mundum. Glaðar myndir geisla frá, gömlum yndisstundum. TIL LÖUNNAR Þegar Guðrún Stefánsdóttir frá Kvernsá heyrði fyrst til lóunnar í vor kvað hún þessar vísur: Fram á vori sólarsýn, sókn og þori beinir. Aðalborin æskan þín, engum sporum leynir. Þú hefur lengi, lóan mín, lifað mér í sinni, bernskuljóðin blíðu þín brosa í sálu minni. Þeyta knetti, þreyta sprett, þjóta að settum fökum, vatni skvetta, leika létt, lífið réttum tökum. Þegar ég er þreytt og móð, þrotin von og dugur, syngur hún við mig sólarljóð og sýnir vorin fögur. Þegar ég heyri hjartans óð, hinsta dreyran taka. Akureyrar ljúflingsljóð, létt við eyrað vaka.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.