Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 4
292 ÚTVARPSTÍÐINDI ekkert sjálfsagðara en að blaðafull- trúi ríkisstjórnarinnar væri yfir- maður hennar. Er því sjáanlegt, að af hálfu ríkisins þyrfti ekki stofnun fréttastofu að hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir það. Síðan myndu blöðin og Ríkisútvarpið standa undir öðrum kostnaði að mestu við starfsemina. Fyrir fjölmörgum árum var hér starfandi íslenzk fréttastofa, Frétta- stofa blaðamanna. En hún lagðist niður vegna þess, að ekki var hægt að samrýma hagsmuni blaðanna. Var þetta á þeim tíma, sem samkeppni blaðanna var einna hörðust. Nú ætti að vera léttara fyrir ríkið, sem verður að hafa forgöngu þessa máls, að sameina alla aðila um stofnun fréttastofu. Og ekkert vafa- mál er það, að hér er um sjálfsagt mál að ræða fyrir Ríkisútvarpið. r Utvarps- AUGLÝSINGAR og TILKYNNINGAR , . . Afgreiddar frá kl. 9 til 11 og 16.00 til 18.00 alla virka daga. Sunnudaga og helgidaga kl. 11.00—11.30 og 16—17, eigi á öðrum tímum. Sími 1095. <><><><><><><><><><><><><><><><><><><>4> RÍKISIJTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Simi útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Simi 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjórnin) heíur yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur út- varpsefni. Skrlfstofan er opin til viðtals og aígreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Simi 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru i hverju héraði og kaupstað landsins. Sími frétta- stofu 4994. Simi fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tllkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingasimi 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Simi verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFTAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimlli! Allir land*- menn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðlifslns; hjartaslög heims- ins. RikisútvarpiS. ooooooooœe^'eo^ooooo

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.