Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 7
ÚTVARPSTÍÐINDI 295 Erindi Skúla Þórðarsonar Japanska stðrveldið - vöxtur þess og hrun Söguleg yfirlitserindi hafa verið og eru mjög vinsæl meðal útvarps- hlustenda. Kemur í því fram það einkenni fslendinga að unna sögu og sögulestri. Baldur Bjarnason magister hefur undanfarið flutt all- mörg erindi um lönd og þjóðir, sem hlustendur hafa fylgst með af at- hygli, enda er mál Baldurs skýrt og greinilegt, en flutningurinn lát- laus. Er þess að vænta, að útvarpið fái Baldur til að flytja fleiri slík erindi. f september mun svo Skúli Þórð- arson magister flytja tvö erindi, sem gera má ráð fyrir, að hlust- endum leiki .mikil forvitni á að kynnast. Fjalla erindin um sögu Japans, en þau mun hann nefna: „Japanska stórveldið. — Vöxtur þess og hrun. Skúli Þórðarson sagði í viðtali við Útvarpstíðindi að hann myndi hefja erindi sín á því að segja frá því, er Ameríkumenn neyddu Japani til að vopnast um 1868, lýsa síðan hernaðarlegri uppbyggingu ríkisins og því hvernig hernaðarstefnan hel- tók þjóðina með ofsahraða, hvernig hún fór að sækja fyrirmyndir sínar til vestrænna þjóða og til þjóða Norður-Ameríku. Kvað hann fyrra erindi sitt mundi skýra frá þátttöku Japana í fyrri heimsstyrjöldinni, en því myndi ljúka með hinni kunnu Washingtonráðstefnu, en Japanir Skúli Þórðarson réðust á Bandaríkjamenn meðan á henni stóð. í síðara erindinu kvaðst hann skýra frá pólitík Japana í Mansjuríu og Kína, árásum þeirra á þessi lönd og hinum langvinnu styrjöldum þar. Þá mun verða skýrt ítarlega frá þátttöku Japana í síð- ustu heimsstyrjöld og hvernig enda- lok þeirrar þátttöku urðu með kjarnorkusprengjunni á Hiroshima og sigri Bandaríkjamanna. Hér er um mjög athyglisvert er- indi að ræða. Nú spyr heimurinn, hver verði örlög japönsku þjóðar- innar. Nú er hún undir herstjórn Bandaríkjamanna og enginn veit hvenær þeirri herstjórn slotar.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.