Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 10
298 ÚTVARPSTÍÐINDI að ylja sér við, sögðu þær og hlógu enn. Þetta voru svo glaðlyndar stúlk- ur, að ég nennti ekki að spyrja þær hvort þakið læki ekki og hvort ofn- inn reykti ekki. Eldhúsið, sem þær höfðu til afnota, var nokkuð stórt, en þar voru engir bekkir, engir skápar, veggfóðrið gömul Þjóðvilja- blöð, eldavélin ónýt. Iíafið þið aldrei boðið útgerðarmanninum ykkar hing- að upp? spurði ég. — Iss, það myndi ekkert þýða — hann kæmist ekki gegnum stigaopið — hann myndi sitja fastur þar, sögðu þær og skelli- hlógu. — Svo var boðið upp á kaffi, sem hitað var á rafmagnsplötu og yfir kaffibollunum spjölluðu sfúlk- urnar margt. Um ballið á Ishússloft- inu um daginn, þegar frostinu var hléypt á mannskapinn af því að öll- um var orðið svo heitt — um Siggu og Gunnu sem nú voru heldur betur komnar á sjans með Færeyingum — um stelpur, sem bjuggu í bragga rétt hjá, voru ógurlega kaldar, drukku sig fullar, slógust, fleygðu kolamol- um í lögregluna og brutu lögin á ann- an hátt, svo að nauðsynlegt reyndist að flytja þær aftur suður. Og auð- vitað var minnst á síldarleysið og brá þá fyrir vonleysissvip á sumum and- litunum. En það var aðeins andartak — brátt voru þær farnar að hlægja aftur, í þetta sinn að gömlum kalli sem hrópaði upp í gluggann til einn- ar: manstu ekki eftir mér, elskan? Ég, sem er fermingarbróðir þinn. — Á yfirborðinu var ekki annað að sjá, en þessar ungu síldarstúlkur héldu óskertri lífsgleði sinni, þrátt fyrir það að allar vonir um álitlega sumar- hýru væru að bregðast, en það gat líka aðeins verið á yfirborðinu. Fjölskrúðugt líf á síldar- plönunum. — Ekki veit ég hve mörg síldar- plönin á Siglufirði eru að tölu, en það er drjúgur spölur að ganga á milli þeirra allra. Mér var sagt, að það væri einn aðalrúnturinn á Siglu- firði að spássera um plönin, 'og víst er um það, að þar sér maður alls- konar fólk — síldarstúlkur í fullum galla, skrautbúnar hispursmeyjar í 65 krónu nælonsokkum og háhæluð- um skóm, þriflega síldarspekúlanta í djúpum og alvarlegum samræðum, sjómenn, sem flauta og kalla eitt- hvað fallegt á eftir ungu stúlkunum og jafnvel þeim eldri líka, og verða steinhissa ef þeim er svarað — þeir ætlast ekki til þess — þetta er bara vani hjá þeim. En mest er fjörið á plönunum, þar sem verið er að salta og ber þar margt nýstárlegt fyrir augu þess, sem ókunnugur er. I sum- ar hafa stúlkurnar eytt megninu af tíma sínum í að bíða eftir því að vera ræstar með hrópi um síld — og þegar svo loks að kallið kemur láta þær heldur betur hendur standa fram úr ermum. Það er gaman að horfa á þær vinna. Margar þeirra eru svo eldfljótar að maður eygir varla hend- ur þeirra — en mér var sagt, að þær vönustu væru ekki nema hálftíma til þrjú kortér með tunnuna, en fyrir að hausskera og slógdraga fá þær kr. 11,22 á hverja tunnu. Innanum eru svo einstaka viðvaningar, hálf- feimnir við að handleika hnífinn og dálítið taugaóstyrkir í öllum þessum látum. — Sjómennirnir gefa stúlk- unum hýrt auga og glettast til við þær, sér í lagi þær sem yngri eru og sumir hjálpa þeim til með því að

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.