Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 14
302 ÚTVARPSTÍÐINDI eftir ca. 50 m. löngu röri, yfir í mjöl- húsið. Þar er mjölið vigtað í 100 kg. poka — og getur vélin vigtað 45 poka á klst. Mjölhúsið er gímald eitt mikið og er hægt að geyma þar 20 þús. poka. Guðjón Jónsson sagði, að í dr. Paul verksmiðjunni einni ynnu 74 menn, en alls vinna hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði 450 manns, svo að síldarleysið er orðið alldýrt spaug fyrir ríkið. Guðjón kvaðst aldrei muna eftir eins miklu síldarleysi um þetta leyti árs og í sumar. Aðgerðar- leysið er að drepa okkur, sagði hann. Oft er erfitt að finna eitthvað handa mönnunum að gera — þeir verða á- hyggjufullir og eirðarlausir á því að bíða eftir síld, sem aldrei kemur. Margt af þessu eru skólapiltar og þó að þeir fái tveggja mánaða tryggingu segir það ekki mikið í námskostnað allan veturinn. — En árið 1944 kom síldin ekki fyrr en um miðjan ágúst, bætti Guðjón við — og við erum nú alltaf að vona að hún hagi sér eins í ár. Og svo kom laugardagurinn með fjör í bæinn. — Loks rann svo upp hinn lang- þráði laugardagur, bjartur og fagur, og eins og mér hafði verið sagt, tók þegar að færast líf í bæinn þótt eng- in kæmi síldin. Erlendu skipin, sem hér stunda síldveiðar, hafa það fyrir sið að koma inn á laugardögum og liggja í höfn fram yfir sunnudaginn. Laust eftir hádegið á laugardaginn tóku þau að streyma inn og hélst sá straumur nær óslitið langt fram á kvöld. Voru þá skipin orðin milli 3 og 400 — fjörðurinn var kvikur af skipum — skógur af siglutrjám hvort sem litið var inn eða útmeð firðinum. Útlendu skipin má m. a. þekkja á því, að þau hafa öll tunnustafla aftaná og á tunnustaflanum má sjá, hvernig skipin hafa veitt — eftir því sem staflinn minnkar, þess betri hefur veiðin verið. Flest þeirra virtust hafa veitt fremur treglega, því að enn var tunnustaflinn aftaná stór. M<?ðan skipin voru að koma inn, heyrðust í sífellu flaut — eitt, tvö, þrjú — löng og stutt, eftir því hvort skipin vildu gefa til kynna að þau beygðu til hægri eða vinstri, ellegar ætluðu beint afturábak eða beint á- fram. — Þetta voru norsk, dönsk, sænsk, færeysk og þýzk skip — skip af öllum gerðum. Sænsku og norsku skipin voru áberandi falleg en fær- eysku skipin virtust flest komin vel til ára sinna, enda munu sum þeirra vera frá skútuöldinni, keypt af Is- lendingum, og bera mörg þeirra ís- lenzk nöfn — lengi vel var t. d. eitt þeirra sem hét Guðrún Zoega. — Á Siglufirði verður vart við talsverða gr.emju vegna þessarar ágengni út- lendinganna, þar eð mikið af skip- unum leggst upp við bryggjur, svo að nær ógjörningur er fyrir íslenzk skip að komast þar að og það mun hafa komið fyrir að íslenzk skip hafa orðið frá að hverfa vegna þess að hin útlendu neituðu að víkja. Megnið af skipunum liggur inn á móts við bæinn og það hefur aftur í för með sér að mjög erfitt er fyrir flugvélar að lenda örugglega, nema þá einhvers- staðar lengst úti á firði. Þetta segja Siglfirðingar, og þykir súrt í brotið, sem von er. Eins og gefur að skilja verða göt- urnar senn svartar af erlendum sjó-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.