Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI 305 dagskrárefni, en þó fyrst og fremst leik- ritin, söguleg erindi, daginn og veginn, kvöldvökurnar og framhaldssögurnar. Hvað framlnildssögunum viðvíkur, þá þori ég að fullyrða, að þau eru ekki niörg heim- ilin, sein ekki fylgjat a'S einhverju leyti með þeim. Að vísu líka útvarpssögurnar nijög misjaínlega, en Jane Eyre líkar vel, þó að hún sé helzt of löng og held ég, að Ragnari Jóhannessyn ihafi tekist með frásagnarmúta Sínuni aö ná nokkuð góðum tökuin á hlustendum. En leyfist mér að spyrja. Iivers vegna eru aðeins skáld- sögur valdar til framlialdslesturs í útvarp- inu? Má ekki alveg eins velja ferðasögu eða æfisögu einhvers manns og lesa slíkt efni? Það er kunnugt, að Islendingar sækj- ast eftir að lesa slíkar bókmenntir og hygg ég til dromis, að rofisögur merkismanna séu einna vinsælastar allra bókmennta hér. Væri nú ekki tilvalið fyrir útvarpsráð að velja æfisögu einhvers manns eða ferða- sögu og láta lesa í útvarpið í liaust og í vetur? Það má vitanlega alveg eins lesa skáldsögu eftir sem áður, þannig að tveir liefðu frainlialdslestur í útvarpinu. Hér er um nýjung að ræða, sem ég tel, að út- varpsráð ætti ekki að ganga framhjá að óathuguðu máli. Eg veit, að útvarpsráð er allt af vil.ja gert til að velja vel í dag- skrána, gera hana sem fjölbreyt-ltasta og skemmtiegasta, svo að hlustendum líki, en þó að vísir menn skipi það, sjá betur augu en auga, og ég held að þessi tillaga mín eigi fullan rétt á sér. STÓKBROTIN LEIK.RIT. En fyrst ég er á annað borð farinn að skrifa ÚtvarpstíSindum, langar mig til að minnast á annaS. Mér þykir allur liávaðinn af leikritum þeirn, sem fluttur er, nauða ómerkilegur. A ég þar við öll smáleikritin, sem mér finnst að falli alveg og ekki sé annað en kostnaður að flytja þau. Eg teldi miklu heppilegra, ef útvarpsráð veldi frorri leikrit, en stærri til flutnings. Ef mjög er takmarkaS það sem má eyða til leikritaflutnings, þá á að hafa þá aðferð að spara ruslið, en vanda betur til stórra verka til flutnings. Annars vil ég segja það, að mér finnst leikritin vera. — eSa réttara sagt geta verið toppurinn á dag- skránni, og aS ekki megi skera of mikið við nögl sér framlög til þeirrar útvarps- starfsemi. — Eg var að láta í ljós lítils- viröingu mína á smáleikritunum. Eg vil þó undantaka íslenzku smáleikritin eftir Jón snara. Þau þykir mér góð. Þar er gletni og fyndni, sem passa vel í kramið og vel gæti ég hugsað mér aS fá eitt slíkt leikrit á mánuði. Mý bilasmumíngsíistöð hefur nýlega tekið til starfa í stórum skálum á Digraneshálsi austan Hafnafjarðarvegar. Sjö mínútna akstur frá miðbæ Reykjavíkur. Þar eru notuð ný og vönduð smumingstæki og aðeins úrvals olíur og sm'urningsfeiti. Smurningsstöðin er opin alla virka daga frá kl. 8—2U, en allan sólarhringinn, ef með þarf. Vönduð vinna — Fljót afgreiðsla SÍMI 6677

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.