Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 18
306 ÚTVARPSTÍÐINDI DAUÐINN RÍÐUR Smásaga eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá (Presftsbakka Sporvagnsbjallan hringir og vagn- inn leggur af stað. Farmiðasalinn slær tönginni sinni í rúðuna til merkis um, að farþegarnir úti á pallinum eigi að borga farið, og réttir síðan höndina í gegnum opið á hurðinni. Hún teygir sig og fær þonum farmiðann. Hann lítur snöggvast á hann og kinkar svo kolli. Hún stingur miðanum í vas- ann og tekur þéttingstaki utanum stöngina í miðju vagnsins, svo að hún geti haldið jafnvæginu í hrist-. ingnum. Hún horfir út um dyrnar annars hugar. Sér eins og í draumi nöfn á búðum, sem hún kannast við; sér hvað tímanum líður á horn- klukku og vaggast dálítið af hrist- ingnum í sporvagninum. Það er laugardagur í dag og vinnunni er lokið. Hún er að fara heim. Á morg- un er sunnudagur og hún á frí allan liðlangan daginn. Hún þarf ekki að vakna klukkan hálfsjö og flýta sér af stað í þokuna og suddann og standa á sporvagnspallmum í þrengslum innan um bláókunnugt fólk, sem ekkert segir nema ef til vill „fyrirgefið", ef það stígur ofan á hana. Hún þarf ekki að sitja í skrifstofunni og svara kurteislega í símann, hversu ókurteislega sem spurt er, ekki að skrifa andlaus verzlunarbréf, ekki að glamra á rit- vél, þangað til að hana verkjar í höfuðið.En samt kvíðir hún fyrir deginum á morgun og hlakkar til mánudagsins. Hún þéttir takið um járnstöngina og horfir út án þess að sjá umhverfið. Á morgun er sunnudagur. Á morgun verður hún ein heima í íbúðinni sinni og stagar í sokka og bætir föt. Tímarnir munu líða hægt og hægt og hún mun líta á klukkuna öðru hvoru. Ef til vill fer hún í bíó. Hana langar samt ekkert í bíó, en hún getur ekki verið heima allt kvöldið og stoppað í sokka, þegar hún á ekki nema þrenn pör í eigu sinni. Og þar að auki á hún erfitt með að vera ein eftir að farið er að skyggja. Hún veit, að þegar fer að líða að myrkvunar- tíma, niuni hún setjast í hæginda- stólinn sinn og fara að hlusta. Að hún muni ef til vill standa upp stöku sinnum og færa sig nær ofn- inum eins og til þess að hlýja sér, þó að henni sé ekkert kalt, en halda samt áfram að hlusta og í hvert sinn sem hún heyrir eitthvert annar- legt hljóð, muni hún halda niðri í sér andanum og bíða þess titrandi, að eitthvað komi fyrir. Og augu hennar munu hvarfla yfir að skápn- um, þar sem myndin af Árna brosir við henni í gamla silfurrammanum, sem hann gaf henni endur fyrir löngu, löngu fyrir stríð. „Eru allir búnir að kaupa far- miða?“ Rödd farmiðasalans heyrist í gegn- um opið á hurðinni og farþegarnir flýta sér að rétta fram farmiðana sína eða peninga. Vagn með hestum fyrir ekur þvert yfir götuna. Það

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.