Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 19
ÚTVARPSTÍÐINDI 307 eru Þjóðverjar að flytja kol. Hún lokar augunum allra snöggvast. — Þessir grænu einkennisbúningar minna hana á svo margt, sem hún vill helzt gleyma. — Minna á langa daga og ennþá lengri nætur í ótta og vonlausri bið. Kemur hann í kvöld — eða eru þeir búnir að taka hann? Hefir hann verið skotinn — eða hefir honum tekist að flýja land? .... Þessi eilífa spurn, sem særði hana og kvaldi. Það var um það leyti og hún fór að hlusta. Þá sat hún grafkyrr í hægindastólnum sínum kvöld eftir kvöld og hlustaði. Hún þekkti fótatak allra í húsinu og bráðlega kannaðist hún líka við fótatak allra þeirra, sem vanir voru að koma og heimsækja íbúana á efri hæðum. Hún reyndi að lesa, reyndi að gera við fötin sín, en henni varð ekkert úr verki. Stundum fór hún út og í bíó. Og dagarnir liðu. Stundum átaldi hún sjálfa sig, fyrir þetta. Til hvers var að óttast mann, sem henni kom ekkert við, bara af því að þau höfðu verið trú- lofuð einu sinni, endur fyrir löngu, áður en heimurinn breyttist í víg- völl og mennirnir í grimmúðug villidýr. Til hvers var að hugsa um mann, sem var búinn að gleyma henni fyrir löngu. En hún gat ekki gert að því. Það var eins og henni fyndist, að einhvern tíma hlyti hann að koma aftur og berja að dyrum hjá henni og segja eins og hann var vanur: „Halló, áttu sígarettu?" Og, að hún myndi svara eins og hún var vön að svara: „Fást á horninu, ef þú nennir að sækja þær“. Og svo mundu þau hlæja og hann mundi kyssa hana. En hún veit DeiBt er um Blekkingu og þekkingu Mánuður er liöinn síðan bók Niels Duugals prófessors, Blekking og þekk- ing, kom út. — Síðan hefur verið deilt uin þessa bók, sem menn eru sammála um að sé nýjung í íslenzkum bókmenntum. Menn skiftast í flokka um hana og höfundinn og má þegar sjá, að deil- urnar og rökræðurnar um bókina eru aðeins í byrjun og þær muni aukast, þegar frá líður. ]>að getur ekki liaft annað en gott í för með sér, að þau mál, sem bókin fjallar um, séu rökrædd, og að vak- inn sé áhugi tlmennings fyrir andleg- um málum eins og bókin gerir. Má og gera ráð fyrir, að þeir, sem eru á annari skoðun en Niels Dungal pró- fessor, murii svara bók hans með ann- ari bók og að útgáfa hennar verði hraðað. Hefur þegar heyrst um tvo menn, sem fnrnir séu að skrifa bók til andsvara bók Dungals. Þrátt fyrir mikla sölu á Blekkingu og þekkingu, er bókin enn til hjá for- laginu. Sendir það liana hvert á land sem er gegn póstkröfu. HEGAFELL GARÐASTRÆTI 17. REÝKJAVÍK SÍMI 5314

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.