Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 20
308 ÚTVARPSTÍÐINDI ósköp vel, að þetta getur aldrei kamið fyrir. Ekki aðeins af því að nú fást engar sígarettur á horninu, heldur af því að hann er búinn að gleyma henni. Hún hafði aldrei búizt við, að stríðið myndi breyta neinu á milli þeirra, en það fór á aðra leið. Hann vildi endilega fara til P',inniands og berjast við Rússa. Hún latti hann þess, en hann lét sér ekki segjast og fór. Hún beið og hlustaði og hlustaði eftir fótataki, sem löngu var horfið. Beið eftir bréfum, sem aldrei komu. Þegar hann kom heim aftur, var hann breyttur. Hann var orðinn kaldur og þurrlegur í við- móti og úti á þekju. Hann kom ekki nærri því eins oft til hennar og áður og loks hvarf hann alveg og lét ekkert til sín heyra. Mánuð- irnir liðu og hún vissi ekki, hvað hún átti að halda eða hvers hún átti að gjalda. Svo kom innrásin. Grænklæddu hersveitirnar óðu inn í landið og hertóku það. Göturnar fylltust af fótataki stígvélaklæddra hermanna og landið varð þögult og hjálparvana. Þá kom hann aftur. „Við verðum að berjast á móti þeim“, sagði hann og strauk hend- inni gegnum úfið hárið. Hún svar- aði ekki. Var hann ekki búinn að berjast nóg? „Við verðum að gera þeim ókleift að dveljast hér og flytja vörur og hermenn í gegnum landið“. „Já“, sagði hún og fór að búa til kaffi handa honum. Hann sagði ekki meira, en drakk kaffið og fór síðan. Hún vonaði, að hann kæmi bráðlega aftur, en hann kom aldrei. Það fóru að koma fregnir um sprengingar og skemmdarverk. Hún frétti það eins og aðrir og hugsaði til hans, en hún hitti aldrei neinn, sem hún gæti spurt um hann, þorði einskis að spyrja. Og eftir því sem mánuðirnir liðu, varð hún vondauf- ari og vondaufari. Hún sat í skrif- stofunni dag eftir dag og ók í sporvagni um borgina. Hún fór .jafn- vel að halda, aðð hún gæti gleymt honum. Jæja, hugsaði hún með sjálfri sér, svona fór um sjóferð þá — og ætlaði að taka myndina hans úr rammanum og læsa hana niður eða jafnvel brenna henni. En hún gat ekki fengið það af sér. Til hvers er að eyðileggja mynd, sem maður sér í huga sér í hvert sinn, sem maður lítur upp frá vinnu sinni. Hún lét myndina vera kyrra. Árin liðu. 1942 — ’43 — ’44. Löng ár. Ár, sem líktust martröð. Nið- dimmar götur og andlit, sem voru eins og vofuandlit. Stígvélatraðk um þöglar götur, þegar bannað var að fara út eftir klukkan átta að kvöldi. Fólk, sem hvarf og kom ekki aftur. Fólk, sem var sótt um miðjar nætur og varpað í fangelsi. Fólk, sem var misþyrmt eða var dæmt í æfilangt fangelsi í Þýzkalandi. Hún heyrði talað um þetta allt saman og las nöfnin á þeim, sem dauðir voru eða handteknir, og hjarta hennar titr- aði af ótta. En hann var ekki á meðal þeirra. Ekki ennþá. Hún hlustaði á útvarp frá Svíþjóð og Englandi, las leyniblöð og spurðist frétta hjá hinum og þessum. Nafn hans. yar sífellt í huga hennar. Það var eins og henni kæmi ekkert við, hvað vannst eða tapaðist á vígvöll- unum, ef hann aðeins kæmist lífs af. Nú er sagt, að bráðum muni koma friður. Það er sagt, að Þjóðverjar

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.