Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 315 koma út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er Imndin við áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 60. Sími 6046. Heima- simi afgreiðslu 5441. Pósthox 907. Otgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentað í Isafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjdlmsson, Brávallagötu 50, sími 4903, og Þorsleinn Jósepsson, Grettisgötu 86. * litvarpsháskóli Hugsjón Bandaríkjamanns HÉR I ÚTVARPSTÍÐINDUM hefur útvarpið stundum verið kallað háskóli fólksins. Með þessari nafn- gift hefur verið átt við það, að út- varpið ætti að geta verið svo full- komið, að það gæti talist algild mennta- og l'ræðslustofnun fyrir alla þjóðina. Margir munu verða til þess að telja þessa nafngjöf fjarri öllum sanni, svo mikið af ómerkilegu rusli sé ílutt í útvarpið, að ekki nái nokkru tali að nefna háskóla í sam- baildi við það. En hvað sem því líður, er ekki úr vegi að álykta sem svo, að útvarpið eigi að geta verið eins og vegleg, heilbrigð mennta- stofnun fyrir allan almenning. Að því ber að keppa, því að útvarpið nær til allra, hefur áhrif alls staðar, á hverju einasta heimili landsins og getur, ef vel er með farið, orðið helsti máttarstólpinn undir nýja og glæsilega menningu þjóðarinnar. Undanfarna mánuði hefur maður nokkur ferðast um Evrópulöndin og talað um hlutverk útvarpsstöðva. Hann er fulltrúi hins eina útvarps- háskóla, sem starfræktur er í ver- öldinni, en hann starfar í Boston í Bandaríkjunum. Eigandi stöðvarinn- ar er mikið og heimsfrægt útvarps- fyrirtæki, „World Wide Broadcast- ing Foundation“. Þessi útvarpshá- skóli er starfræktur þannig að flutt er alls konar efni eins og flutt er í kennslustundum háskóla vestan hafs. I viðtali við blöð í Evrópu hefur þessi fulltrúi gert grein fyrir stofn- uninni. Hann segir, að upphaf há- skólans hafi orðið á friðarráðstefn- unni í París 1918. Meðal starfs- manna Wilsons Bandaríkjaforseta var ungur útvarpsverkfræðingur, Walther S. Lennon að nafni. Þetta var í fyrsta sinn, sem Lennon kom til Evrópu. Honum fannst hann yrði var við mikinn misskilning meðal alls þess mannfjölda frá mörgum þjóðum, sem gisti París í sambandi við friðarráðstefnuna, að undrun sætti og hann fór að hugsa um það, á hvern hátt hægt væri að eyða þess- um misskilningi, þessari tortryggni og auka skilning og samhyggð milli þjóðanna. Hann ákvað að gei’a allt sem í hans valdi stæði fyrir þetta málefni. Hann skildi þá þegar, að útvarpið ætti geysimil^la framtíð fyrir sér og hann vissi, að ekkert annað tæki, sem mannsandinn réði yfir, myndi geta orðið eins mikil- virkt til góðs eða ills í þessu efni og það. Honum tókst með árunum

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.