Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 4
ÚT V ARPSTÍÐINDT 316 - að afla sér mikils fjár og þegar hann var búinn að því, ákvað hann að verja því til að vinna að þessari æskuhugsjón sinni. Hann setti því á stofn hinn svokallaða útvarpshá- skóla. Nú hefur hann náð svo langt með þessari stofnun sinni, að há- skóli hans er viður-kendur af öllum menntamálaráðuneytum í Ameríku og hugsjón hans breiðist nú ört u.m heiminn. Eins og kunnugt er, er sá munur á útvarpsrekstri í Ameríku og í Evrópu, að hér greiða útvarpshlust- endur afnotagjöld, en vestan hafsins greiða þeir engin afnotagjöld, heldur greiða auglýsendur allan kostnað við útvarpsreksturinn. Þetta hefur það í för með sér, að auglýsendur fá óeðlilega mikið rúm í dagskránni, svo að jafnvel flutningur á hinum beztu erindum, hinum fullkomnustu tónverkum eða leikritum er stöðv- aður til þess að flytja auglýsingu um þetta eða hitt og myndu útvarps- hlustendur í Evrópu fljótlega mót- mæla slíku háttalagi kröftuglega. Útvarpsstöðin, sem starfrækir há- skóla Lennons fer ekki þannig að. Hún hvorki innheimtir fyrirfram ákveðin afnotagjöld eða tekur aug- lýsingar til flutnings. Hlustendum er í sjálfsvald sett, hve mikið þeir greiða eða hvort þeir greiða nokkuð til stöðvarinnar. Margir töldu, þegar Lennon tók upp á þessu, að þetta myndi gefast mjög illa, en raunin hefur orðið önnur. Og menn senda stöðinni afnotagjald ekki aðeins úr löndum Ameríku, heldur líka frá öðrum heimsálfum. Hugsjón Lenn- ons, hvað þetta snertir, hefur ekki brugðist. Fólk ann þessari útvarps- starfsemi og greiðir fríviljuglega oooo oooooooooo o oo o oo RÍKISIJTVARPIB Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998. ÚT V ARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjórnin) hefur yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur út- varpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru i hverju héraði og kaupstað landsins. Sími frétta- stofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingasími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Sími verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFTAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir lands- menn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heims- ins. Ríldsútvarpið. ovooooooooooooooeo^o

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.