Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 6
318 ÚTVARPSTÍÐINDI við að flytja leikritið sama dag um allan heim og mun það vera einna síðast flutt hér hjá okkur. Eins og að framan getur, verður leikritið flutt hér á norsku og er leikstjóri og leikendur norskir. Leik- stjóri er Gunnar Niels Hansen, en leikendur eru alls þrettán og meðal þeirra Finn Bernhoft, David Knud- sen, Eugen Schönberg, Jörn Ording, Stein Grieg Halvorsen, en hann var hér með norsku leikurunum í vor, Borseth Rasmussen og Ragnhild Hald. 1 leikritinu koma fram allar helztu persónur mannkynssögurinar og eru þær látnar túlka sjónarmið sín. Að líkindum verður leikritið flutt hér 21. þessa mánaðar, en þann dag vei'ður þing Sameinuðu þjóð- anna sett í París. Það skal að lokum endurtekið, að næsta furðulegt er, að leikritið skuli ekki hafa verið þýtt á íslenzku og flutt hér á máli þjóðarinnar. Það mun hafa verið tilætlun Sameinuðu þjóðanna, að það væri flutt í útvarp- ið á rnáli hverrar þjóðar og ef væg- ast sagt eins og verið sé að svíkjast frá skyldu sinni með þeirri aðferð, sem hér er höfð. ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA OHó B. Arnar Klapparstíg 16 Reykjavik annast allskonar viðgerðir á útvarps- tækjum og öðrum skyldum tækjum. Fyrsta flokks vinnustofa og góðir starfskraftar. — Sanngjarnt verð. — 20 ára reynsla. — Sími 2799 Útvarp um miðjan dag fyrir húsmæður Nýjung d Norðurlöndum KONURNAR, sem á undanförnum árum hafa haldið uppi kvennaþætti útvarpsins eiga þakkir skyldar. Þær hafa séð svo um, að þessi þáttur, sem áður fyrr var allt af á hrak- hólum og starfsmenn útvarpsráðs voru allt af í vandræðum með, hefur orðið lifandi þáttur í starfi útvarps- ins og' svo lítur út sem hann eigi vaxandi vinsældum að fagna meðal kvenfólksins, en það mun vera beztu hlustendurnir. Á Norðurlöndum er nú uppi hreyf- ing meðal útvarpsmanna um það, að auka stórlega útvarp fyrir húsmæð- ur. Er sums staðar í ráði að hafa sérstakt útvarp fyrir þær um miðjan dag, þegar þær hafa lokið heimilis- störfum sínum, eða réttara sagt morgunverkum og mun slíkt útvarp nú vera hafið í Svíþjóð, en vera í þann veginn að hefjast í Danmörku og Noregi. Um leið er tekið fyrir nýtt efni til flutnings. Flutt eru aðeins stutt erindi um heimilishald og heimilis- iðju, um búsáhöld, húsgögn, um sauma og prjón og barnauppeldi og yfirleitt allt, sem fyrst og fremst snertir dagleg störf konunnar á heimilunum. Hvernig væri að taka upp svona starfsemi hér?

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.