Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 325 Kulnaðar glóðir S másaga eftir M arcells- M aurette. FRÚ KATRÍN andvarpaði þung- lega, þegar hún gekk upp stigann. Þetta var Ijóta fjallgangan! Þegar hún kom upp á pallinn, leit hún í veggspegil, og gerði sér upp hlátur. I speglinum birtist henni mynd af konu á fimmtugsaldri, sem ekki gat litið út fyrir að vera einum degi yngri en hún raunverulega var. Það var staðreynd,' að hún var orðin roskin. Innan úr eldhúsinu heyrði hún þjónustustúlkuna tala við sjálfa sig. Það var vani Magdalenu, þegar hún var einsömul í eldhúsinu, að masa við skaftpotta, diska og aðra eldhús- muni, eins og það væru hennar beztu kunningjar. Frú Katrín hristi höfuðið. Magda- lena er víst alltaf að versna; hún er alveg að ganga úr skorðum, hugs- aði hún. Það má mikið vera, ef hún er ekki að verða geðbiluð. Nú, og þá yrði að útvega nýja þjónustu- stúlku. ,,Er maðurinn minn ekki kominn heim?“ spurði frúin um leið og hún gekk inn í eldhúsið. Það var eins og Magdalena vakn- aði upp af svefni, þegar frúin ávarp- aði liana, en hún svaraði aðeins með því að hrista höfuðið. Hún talaði ekki meira en nauðsyn krafði við lifandi verur, þótt hún væri mjög málgefin, þegar hún var ein. Og þegar frúin var farin úr eldhúsinu, hóf hún á ný samræður við eldhús- munina. Frúin gekk til svefnherbergisins, og fór úr kápunni. Tunglskinið varp- aði fölum bjarma um herbergið, og hún kveikti sér í sígarettu. Tuttugu og fjögurra ára hjóna- band og heimilishald, hugsaði hún með sjálfri sér og virti fyrir sér snjáð teppi og gluggatjöld, sem orð- in voru upplituð. Hún sá sig í anda, sem nýgifta konu, glaða og dansandi fram og aftur um húsið af fögnuði og ham- ingjuvímu. En þessar myndir hurfu eins og reykur úr huga hennar. Hún minntist þó hversu heitt þau Jón höfðu unnast fyrst eftir brúð- kaupið, og hversu hveitibrauðsdag- arnir höfðu verið mikill sælutími; það var einhver sætleiki yfir þeim. í gleðivímunni og gázkanum höfðu þau flogist á og hlaupið hvort á eftir öðru um húsið, þangað til þjón- ustustúlkan liafði komið óttaslegin með uppþvottatuskuna um hálsinn, til þess að gæta að, hvað gengi á. Og á nóttunni höfðu þau haldiö vöku fyrir nábúunum með dansi og gleðskap, og þeir höfðu kvartað yfir þeim, en sjálf skeyttu þau þessu engu og fannst ekkert athugavert

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.