Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 14
326 ÚTVARPSTÍÐINDI við framkomu sína. Þau voru svo ástfanginn, og vildu njóta gleði lífs- ins. Þannig hafði það gengið til fyrsta hálfa árið eftir brúðkaupið. En þá fór líka mesta nýjabrumið að fara af. Þau fóru að lifa rólegu og vana- bundnu heimilislífi, eins og flest annað fólk; sváfu átta tíma á sólar- hring, borðuðu saman í ró og næði, og stundum átti maðurinn það til að geispa yfir matborðinu, án þess að fyrirverða sig hið minnsta fyrir það. Og þau voru alveg búin að leggja niður hinar gullvægu hátt- vísi, sem þau höfðu tamið sér við máltíðirnar fyrst eftir brúðkaupið. Hann varð feitari og makráðari með hverjum degi sem leið, og þegar þau stóðu upp frá borðum, kysstu þau hvort annað tilfinningalaust á vang- ann, rétt eins og af vana og ein- stakri skyldurækni. Ef einhver hefði nú minnt þau á venjur þeirra og breytni fyrstu mán- uðina eftir brúðkaupið, myndu þau svara: „Nei, er það tilfellið, vorum við raunverulega svona barnaleg í okkur þá?“ — Á sama hátt og mað- ur segir, þegar maður sér af sér gamla ljósmynd: „Hef ég virkilega litið svona barnalega út“. Katrín brosti með sjálfri sér, er henni varð hugsað til þessara gömlu, góðu daga. — Já, og einu sinni hafði hún líka leikið eftirminnilega á Jón. Hún skrifaði honum svolát- andi bréf, — stutt og skorinort: „Þú hefur aldrei skilið mig, og því fer ég nú burtu frá þér — með unn- usta mínum. Vertu sæll“. Þegar maður hennar kom heim um kvöldið, hafði hún falið sig bak við þykk gluggatjöldin, og séð hversu undrandi hann varð og skelfdur, þegar hann rakst á bréfið á nátt- borðinu, og las það. Hann stundi og titraði af geðshræringu, og svitinn perlaði á enni hans. Svo hafði hann steytt hnefana og hrópað upp yfir sig í bræði, að hann skyldi myrða þau bæði — hana og þennan unn- usta hennar, sem rænt hefði henni frá honum. Loksins hafði hún svo birst fram fyrir gluggatjöldin og gengið fram í herbergið til hans. Þá gaf hann henni kinnhest, en skildi um leið, að hún var að gera að gamni sínu við hann, og þá höfðu þau vafið hvort annað örmum og næstum grátið af gleði og hamingju. Frú Katrín slökkti í sígarettunni. Hún hugsaði með sér, að sjálfsagt væri Jón nú löngu búinn að gleyma þessu hrekkjarbragði, eftir svona mörg ár. Það væri óneitanlega gam- an að leika þetta bragð á ný, og sjá hvernig honum yrði nú við eftir tuttugu og fjögurra ára hjónaband. Hún hló eins og barn að hugsun sinni, fann sér pappír og skrifaði nákvæmlega sömu orðin og hún hafði gert forðum: „Þú hefur aldrei skilið mig, og því fer ég nú burtu frá þér — með unn- usta mínum. Vertu sæll“. Og utan á bréfið skrifaði hún: „Til gamla mannsins míns“. Því næst lagði hún bréfið á snyrtiborðið í svefnherberginu, og faldi sig bak við gluggatjöldin, því að hún vissi, að hann hlaut að koma heim á hverri stundu. Á meðan hún stóð þarna og beið eftirvæntingarfull, að Jón kæmi og læsi bréfið, fór hún aftur að hugsa um fyrri daga. Hún minntist silki-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.